Opnunarhátíð Árs jarðvegs í Tjarnarbíói
Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2015 moldinni og hvetja aðildarþjóðir sínar til að stuðla að vitundarvakningu á mikilvægi jarðvegsverndar.
Af því tilefni verður efnt til opnunarhátíðar Árs jarðvegs í Tjarnarbíói þriðjudaginn 24. mars, klukkan 17-19.
Ávörp flytja Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sýnd verður myndin Dirt! The movie og boðið upp á léttar veitingar úr íslenskri mold.