Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun í gegnum InvestEU- áætlun Evrópusambandsins.

Evrópski fjárfestingasjóðurinn (e. European Investment Fund/EIF), sem er í eigu Evrópusambandsins, hefur undirritað samning við Byggðastofnun um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna, vegna nýrra útlána til yfir 50 lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ábyrgðin er studd af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins.

Nýjar lánveitingar Byggðastofnunar verða með sveigjanlegri skilmálum, til að styðja meðal annars við unga bændur, viðkvæm byggðarlög og konur í frumkvöðlastarfsemi.

Fengu lán vegna kynslóðaskipta

Verkefnið nú er annað ábyrgðasamkomulag Byggðastofnunar og EIF. Fyrra samkomulagið (COSME Loan Guarantee Facility) bætti aðgengi íslenskra fyrirtækja á landsbyggðinni að fjármagni á árunum 2021–2023.

Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun var þá 31 búi veitt lán, alls að andvirði um þriggja milljarða króna, vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.

Kom COSME-ábyrgðarkerfið að lánveitingum til 70 aðila sem námu alls 4,3 milljörðum króna.

Hið nýja samkomulag við Byggðastofnun er hins vegar fyrsta ábyrgðasamkomulagið á Íslandi sem er stutt af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins. Aðild Íslands að henni var staðfest í fyrra. Um er að ræða 26 milljarða evra ábyrgðarsjóð sem ætlað er að virkja fjárfestingar upp á um 370 milljarða evra, þar af um 30% til loftslagsverkefna.

Leið til að jafna lífskjör

Við undirritun samkomulagsins 6. júní sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, að Ísland væri eitt af dreifbýlustu löndum heims, með aðeins fjóra íbúa á hvern ferkílómetra.

„Því til viðbótar býr um 80% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sem leiðir af sér víðfeðm svæði þar sem fáir eða engir búa. Innviðauppbygging í dreifðum byggðum er krefjandi og kostnaðarsöm. Ábyrgðakerfi InvestEU veitir Byggðastofnun nauðsynleg úrræði til að veita mikilvæga og hagkvæma lánamöguleika í landsbyggðunum til að jafna lífskjör allra landsmanna,“ sagðir Arnar Már.

Skylt efni: Byggðastofnun

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...