Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun í gegnum InvestEU- áætlun Evrópusambandsins.

Evrópski fjárfestingasjóðurinn (e. European Investment Fund/EIF), sem er í eigu Evrópusambandsins, hefur undirritað samning við Byggðastofnun um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna, vegna nýrra útlána til yfir 50 lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ábyrgðin er studd af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins.

Nýjar lánveitingar Byggðastofnunar verða með sveigjanlegri skilmálum, til að styðja meðal annars við unga bændur, viðkvæm byggðarlög og konur í frumkvöðlastarfsemi.

Fengu lán vegna kynslóðaskipta

Verkefnið nú er annað ábyrgðasamkomulag Byggðastofnunar og EIF. Fyrra samkomulagið (COSME Loan Guarantee Facility) bætti aðgengi íslenskra fyrirtækja á landsbyggðinni að fjármagni á árunum 2021–2023.

Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun var þá 31 búi veitt lán, alls að andvirði um þriggja milljarða króna, vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.

Kom COSME-ábyrgðarkerfið að lánveitingum til 70 aðila sem námu alls 4,3 milljörðum króna.

Hið nýja samkomulag við Byggðastofnun er hins vegar fyrsta ábyrgðasamkomulagið á Íslandi sem er stutt af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins. Aðild Íslands að henni var staðfest í fyrra. Um er að ræða 26 milljarða evra ábyrgðarsjóð sem ætlað er að virkja fjárfestingar upp á um 370 milljarða evra, þar af um 30% til loftslagsverkefna.

Leið til að jafna lífskjör

Við undirritun samkomulagsins 6. júní sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, að Ísland væri eitt af dreifbýlustu löndum heims, með aðeins fjóra íbúa á hvern ferkílómetra.

„Því til viðbótar býr um 80% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sem leiðir af sér víðfeðm svæði þar sem fáir eða engir búa. Innviðauppbygging í dreifðum byggðum er krefjandi og kostnaðarsöm. Ábyrgðakerfi InvestEU veitir Byggðastofnun nauðsynleg úrræði til að veita mikilvæga og hagkvæma lánamöguleika í landsbyggðunum til að jafna lífskjör allra landsmanna,“ sagðir Arnar Már.

Skylt efni: Byggðastofnun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...