Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Frá undirritun samnings um 3,2 milljarða króna fjármögnun: F.v. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun í gegnum InvestEU- áætlun Evrópusambandsins.

Evrópski fjárfestingasjóðurinn (e. European Investment Fund/EIF), sem er í eigu Evrópusambandsins, hefur undirritað samning við Byggðastofnun um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna, vegna nýrra útlána til yfir 50 lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ábyrgðin er studd af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins.

Nýjar lánveitingar Byggðastofnunar verða með sveigjanlegri skilmálum, til að styðja meðal annars við unga bændur, viðkvæm byggðarlög og konur í frumkvöðlastarfsemi.

Fengu lán vegna kynslóðaskipta

Verkefnið nú er annað ábyrgðasamkomulag Byggðastofnunar og EIF. Fyrra samkomulagið (COSME Loan Guarantee Facility) bætti aðgengi íslenskra fyrirtækja á landsbyggðinni að fjármagni á árunum 2021–2023.

Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun var þá 31 búi veitt lán, alls að andvirði um þriggja milljarða króna, vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.

Kom COSME-ábyrgðarkerfið að lánveitingum til 70 aðila sem námu alls 4,3 milljörðum króna.

Hið nýja samkomulag við Byggðastofnun er hins vegar fyrsta ábyrgðasamkomulagið á Íslandi sem er stutt af InvestEU-áætlun Evrópusambandsins. Aðild Íslands að henni var staðfest í fyrra. Um er að ræða 26 milljarða evra ábyrgðarsjóð sem ætlað er að virkja fjárfestingar upp á um 370 milljarða evra, þar af um 30% til loftslagsverkefna.

Leið til að jafna lífskjör

Við undirritun samkomulagsins 6. júní sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, að Ísland væri eitt af dreifbýlustu löndum heims, með aðeins fjóra íbúa á hvern ferkílómetra.

„Því til viðbótar býr um 80% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sem leiðir af sér víðfeðm svæði þar sem fáir eða engir búa. Innviðauppbygging í dreifðum byggðum er krefjandi og kostnaðarsöm. Ábyrgðakerfi InvestEU veitir Byggðastofnun nauðsynleg úrræði til að veita mikilvæga og hagkvæma lánamöguleika í landsbyggðunum til að jafna lífskjör allra landsmanna,“ sagðir Arnar Már.

Skylt efni: Byggðastofnun

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...