Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Opinn landbúnaður
Leiðari 27. febrúar 2015

Opinn landbúnaður

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Búnaðarþing 2015 verður sett á sunnudag. Kjörorð þingsins er „Opinn landbúnaður“. Með því viljum við vekja athygli á samnefndu verkefni þar sem almenningi gefst tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Landbúnaðurinn starfar fyrir opnum tjöldum og umræða um hann er alltaf opin.
 
Merki Búnaðarþings 2015.
Landbúnaður er það mikilvægasta sem hver þjóð stundar því greinin er undirstaða matvælaframleiðslu. Matvælaframleiðslan byggir á þekkingu, hefðum, menningu, mannauði, landi, vatni og svo mörgu sem allir landsmenn eiga sameiginlegt. Við eigum landbúnaðinn sameiginlega. Þess vegna á hann að vera aðgengilegur öllum.  Við höfum ekkert að fela.
 
Eftirspurn eftir landbúnaðarvörum hefur aukist bæði heima og erlendis. Það skýrist meðal annars af stórauknum fjölda ferðamanna og vaxandi áhuga erlendis á framleiðslu okkar. Samhliða aukinni eftirspurn á sér stað mikil vöruþróun í greininni. Auknar kröfur eru um gæði og upplýsingar um uppruna þeirra matvæla sem fólk kaupir. 
 
Upprunaupplýsingar afar mikilvægar
 
Afar mikilvægt er að neytendur geti auðveldlega nálgast upprunaupplýsingar um þá vöru sem í boði er. Þetta gleymist oft í umræðu um innflutning á búvörum. Innflutta framleiðslu vantar oft upprunamerkingar, upplýsingar um lyfjanotkun, aðbúnað eða aðra framleiðsluhætti. Íslensk löggjöf er ein sú framsæknasta sem um getur í þessum efnum. Neytendur geta gengið að því vísu að íslensk framleiðsla uppfyllir ströngustu skilyrði. Við viljum alls ekki slá af þessum kröfum en við verðum að gæta okkar á því að oft á tíðum segir verðið ekki alla söguna. Það er lykilatriði að neytendur geti verið vissir um að þeir eigi val um ferska vöru með skýrum uppruna og ekki hefur þurft að flytja um langan veg. Við eigum að sameinast um að framleiða meira innanlands til að mæta aukinni eftirspurn og auka hagkvæmni. 
 
Á komandi Búnaðarþingi verða mörg stór mál til umfjöllunar. Fyrst má þar telja umræðu um starfsskilyrði landbúnaðarins, eða búvörusamningana. Fyrir þinginu liggur greinargerð þar sem reifaðar eru hugmyndir um talsverðar breytingar á þeirri hugmyndafræði sem núverandi verklag byggir á. Kjarninn í þeim hugmyndum er að gerður verði einn rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild, sem yrði reistur á grunni búnaðarlagasamningsins. Áfram yrðu gerðir undirsamningar fyrir einstakar búgreinar en meginmarkmiðið væri að gera samning til sóknar, til að stækka og efla íslenskan landbúnað, bæta samkeppnishæfni, fæðuöryggi og afkomu bænda.  Í þessum sóknarsamningi er mikilvægt að inn í hann komi ákvæði um tollvernd.  Hún er óaðskiljanlegur hluti af landbúnaðarstefnunni og á einfaldlega að vera hluti af samningum um starfsskilyrði greinarinnar.  Þá er líka hægt að fjalla markvisst um hvað er verið að vernda og á hvern hátt. Þá er ekki síður mikilvægt að samningarnir fjalli um umhverfismál, landnotkun, nýliðun, rannsókna- og vísindastarf og aðra þætti sem geta skilað landbúnaðinum fram á veg.
 
Þá er einnig viðbúið að heilmikið verði rætt um tillögur um breytingar á félagskerfi landbúnaðarins.   Það er eitt af málum samtaka bænda sem á eru mjög skiptar skoðanir og hefur svo verið um langa hríð.  Tillögurnar nú eru afrakstur milliþinganefndar sem Búnaðarþing 2014 skipaði og meginverkefni hennar var að gera tillögur að nýjum leiðum til fjármögnunar samtaka bænda og að fulltrúafjölda einstakra aðildarfélaga á Búnaðarþingi. Skiptar skoðanir voru í nefndinni en hún náði þó að skila sameiginlegri niðurstöðu. Þar þurftu allir að gefa eitthvað eftir. Niðurstaðan er annars vegar á þann veg að lagt er til að Bændasamtökin verði fjármögnuð með 0,3% veltutengdu félagsgjaldi þegar tekjur af búnaðargjaldi hætta að nýtast til reksturs hagsmunagæslu. Hins vegar leggur nefndin til að aðildarfélögin fái í grunninn einn fulltrúa á Búnaðarþing, en síðan verði allt að 15 fulltrúum til viðbótar skipt á þau eftir veltu.  
 
Þá mun á þinginu verða gerð grein fyrir því ferli sem átti sér stað á síðustu mánuðum þegar að stjórn Bændasamtakanna ákvað að auglýsa Hótel Sögu til sölu.  Það er auðvitað fagnaðarefni hversu mikill áhugi var á eigninni, en eftir sem áður var það niðurstaða stjórnar að hafna öllum þeim fjórum tilboðum sem á endanum bárust.  Verkefni þingsins nú er hins vegar að leggja línur um hvernig þeir miklu fjármunir sem eru bundnir í hótelinu verða skynsamlegast ávaxtaðir og nýtist samtökunum eins vel og kostur er.
 
Krafa um örugg og öflug fjarskipti
 
Mörg fleiri mál liggja fyrir þinginu. Meðal annars bárust mörg erindi sem varða fjarskiptamál í dreifbýli. Örugg og öflug fjarskipti eru ófrávíkjanleg krafa í dreifbýli sem þéttbýli. Það mikill hluti bæði einkalífs og athafnalífs í dag byggir á fjarskiptum, að kalla má að þau séu síst minna mikilvæg en vegakerfið. Boðaðar hafa verið tillögur starfshóps stjórnvalda um úrbætur í þessum málum en þær hafa ekki enn litið dagsins ljós. Verulegu máli skiptir að þarna verði tekið til hendinni. Það mun vissulega kosta talsverða fjármuni en við verðum að minnast þess að við erum fámenn þjóð, en landið er stórt.  
 
Uppbygging innviða landsins mun alltaf verða kostnaðarsöm, en til að geta nýtt þá kosti sem landið okkar býr yfir þá þurfum við einfaldlega fyrsta flokks innviði.
 
Svo nokkur dæmi séu nefnd til viðbótar þá mun þingið fjalla um málefni Landbúnaðarháskólans, en þar er mikil gerjun í gangi og verið að skoða möguleika á frekari samvinnu háskólanna þriggja í Norðvesturkjördæmi. Fjallað verður einnig um dýralæknamál en á sumum svæðum landsins er ekki hægt að fá fullnægjandi dýralæknaþjónustu sem  kemur illa niður á velferð dýra, bæði búfénaðar og gæludýra.
En allt byrjar þetta í Hörpu þar sem Búnaðarþingið verður sett sunnudaginn 1. mars kl. 12.30. Setningin er öllum opin. Um helgina breytist tónlistarhöllin í matarhöll og eru allir velkomnir að skoða og smakka fjölbreytta framleiðslu íslensks landbúnaðar.  Matarmarkaður Búrsins verður alla helgina, keppt verður til úrslita í Food and Fun á laugardag og um titilinn „matreiðslumaður ársins 2015“ á sunnudag. – Verið velkomin.

2 myndir:

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...