Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Allir eru boðnir velkomnir til að líta inn til að skoða vélasamstæðu þeirra Huldu og Tyrfings og vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna.
Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir.
Líf og starf 16. mars 2018

Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars. 
 
Þar ætla þau að kynna nýju smáspunaverksmiðjuna sína, allir eru velkomnir. Í Uppspuna er verið að framleiða band, æfa ýmsar útfærslur, prófa sig áfram, læra nýja hluti og þróa vörur. „Æfingarnar hafa skilað það góðu að við erum komin með fjórar tegundir af garni í sölu. Við höfum líka komist að því að hægt er að vinna 100% hreina ull í vélunum og garnið er heldur mýkra en hingað til hefur þekkst. 
 
Í samstæðunni er vél sem skilur að tog og þel og gefur það marga nýja möguleika. Markmið okkar er að vinna með sauðalitina eins og þeir koma af kindinni og eykur það fjölbreytnina, því mjög margir litir leynast í íslenska fjárstofninum,“ segir Hulda, sem hvetur fólk til að koma og sjá vélarnar og sjá hvað þær geta gert en þær voru keyptar  í Kanada hjá fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ullarvinnsluvélar fyrir lítil fyrirtæki og kalla þær „Mini Mill“. 
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...