Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Fréttir 11. febrúar 2015

Opið hús á Hvanneyrargötu

Það sveif góður andi yfir vötnum síðastliðinn fimmtudag, þann 22. janúar, þegar fyrirtæki og stofnanir í húsinu að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri buðu í opið hús. 
 
Húsið, sem tekið var í notkun 2003, hýsir Búnaðarsamtök Vestur­lands, Framleiðnisjóð land­búnaðarins, Héraðs­setur land­græðslunnar, Matvæla­stofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skorradalshrepp og Vesturlandsskóga. Milli 20–25 starfsmenn hafa aðstöðu á Hvanneyrargötu 3 þar sem einnig er töluvert um laus rými til leigu. Það gæti því verið vænlegur kostur fyrir aðila sem er að leita að aðstöðu fyrir starfsemi af ýmsu tagi að skoða hvað er í boði í húsinu. Hvanneyrargata 3 er í eigu Borgarlands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mjög góð aðstaða er í húsinu, það er á þremur hæðum og lyfta milli hæða. Í húsinu er fundarsalur með góðum búnaði og kaffistofa. Staðsetning er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt í ýmsa þjónustu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnu húsi á Hvanneyri.

10 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...