Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Fréttir 11. febrúar 2015

Opið hús á Hvanneyrargötu

Það sveif góður andi yfir vötnum síðastliðinn fimmtudag, þann 22. janúar, þegar fyrirtæki og stofnanir í húsinu að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri buðu í opið hús. 
 
Húsið, sem tekið var í notkun 2003, hýsir Búnaðarsamtök Vestur­lands, Framleiðnisjóð land­búnaðarins, Héraðs­setur land­græðslunnar, Matvæla­stofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skorradalshrepp og Vesturlandsskóga. Milli 20–25 starfsmenn hafa aðstöðu á Hvanneyrargötu 3 þar sem einnig er töluvert um laus rými til leigu. Það gæti því verið vænlegur kostur fyrir aðila sem er að leita að aðstöðu fyrir starfsemi af ýmsu tagi að skoða hvað er í boði í húsinu. Hvanneyrargata 3 er í eigu Borgarlands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mjög góð aðstaða er í húsinu, það er á þremur hæðum og lyfta milli hæða. Í húsinu er fundarsalur með góðum búnaði og kaffistofa. Staðsetning er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt í ýmsa þjónustu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnu húsi á Hvanneyri.

10 myndir:

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...