Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Í opnu húsi á Hvanneyrargötunni. Talið frá vinstri: Ása Hlín Svavarsdóttir, sem kom til að skoða starfsemina í húsinu og Helga Halldórsdóttir, starfsmaður RML.
Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Fréttir 11. febrúar 2015

Opið hús á Hvanneyrargötu

Það sveif góður andi yfir vötnum síðastliðinn fimmtudag, þann 22. janúar, þegar fyrirtæki og stofnanir í húsinu að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri buðu í opið hús. 
 
Húsið, sem tekið var í notkun 2003, hýsir Búnaðarsamtök Vestur­lands, Framleiðnisjóð land­búnaðarins, Héraðs­setur land­græðslunnar, Matvæla­stofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skorradalshrepp og Vesturlandsskóga. Milli 20–25 starfsmenn hafa aðstöðu á Hvanneyrargötu 3 þar sem einnig er töluvert um laus rými til leigu. Það gæti því verið vænlegur kostur fyrir aðila sem er að leita að aðstöðu fyrir starfsemi af ýmsu tagi að skoða hvað er í boði í húsinu. Hvanneyrargata 3 er í eigu Borgarlands og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Mjög góð aðstaða er í húsinu, það er á þremur hæðum og lyfta milli hæða. Í húsinu er fundarsalur með góðum búnaði og kaffistofa. Staðsetning er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt í ýmsa þjónustu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnu húsi á Hvanneyri.

10 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...