Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Árleg veiði nemur nokkrum tugum dýra.
Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Árleg veiði nemur nokkrum tugum dýra.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024.

Sótt er um til Fiskistofu og er umsóknarfrestur til 1. október nk. Reglugerð um bann við selveiðum kveður á um að þær eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu og á það við um veiði á öllum tegundum sela.

Hún getur hins vegar veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag, þ.e.a.s. búbót.

„Fyrir þetta ár var sótt um leyfi til veiða á 41 landsel og 13 útselum og sá fjöldi samþykktur,“ segir Daði Tryggvason hjá Fiskistofu. „Veiðitölur eru ekki komnar inn en þær koma með umsóknum fyrir næsta ár.

Síðustu ár hafa verið veiddir töluvert færri selir en sótt er um leyfi fyrir.“ Í umsókn um veiðileyfi þarf að taka fram staðsetningu fyrir- hugaðrar veiði og hvaða aðferð á að nota við veiðina.

Öll sala bönnuð

Einnig fjölda landsela og/eða útsela sem viðkomandi hyggst veiða. Þá er óskað eftir upplýsingum um selveiðar umsækjanda sl. fimm ár og staðfestingu á eignarheimild eða samningi við eiganda viðkomandi lands. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Fiskistofa hefur eftirlit með að veiðar séu í samræmi við lög og reglur og getur gripið til aðgerða ef hún telur ástæðu til.

Á válista spendýra

Landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus) eru einu tegundir sela sem kæpa á Íslandi og halda til við landið allt árið. Fjórar tegundir koma þó sem flækingar til Íslands endrum og sinnum og eru það vöðuselur, kampselur, blöðruselur og hringanóri.

Fylgst hefur verið með stofnstærð sels við landið: landsels frá 1980 og útsels síðan 1982.

Árið 2020 var íslenski landselsstofninn metinn um 10.300 dýr en um 33.000 í upphafi talninga.

Nýjasta mat á íslenska útselsstofninum mun vera frá 2017 og gerði ráð fyrir 6.200 dýrum en var metinn 9.200 dýr 1982 og hefur sveiflast nokkuð innan tímabilsins.

Selir eru metnir á válista spendýra, landselur sem tegund í hættu og útselur í nokkurri hættu. Hvorug tegundin er þó á Evrópuválista eða heimsválista, skv. upplýsingum af vef Náttúrufræði stofnunar Íslands.

Skylt efni: selveiðar

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...