Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Opið bréf til stjórnar LK – veltutengt félagsgjald
Skoðun 5. apríl 2017

Opið bréf til stjórnar LK – veltutengt félagsgjald

Höfundur: Bóal Annna Þórisdóttir
Veltutengt félagsgjald, hvað er það? Í mínum huga er eitthvað sem er veltutengt skattur. Við erum búin að vera að borga búnaðargjald í fjöldamörg ár, veltutengt gjald til að reka landbúnaðarbatteríið. Kúabændur hafa í gegnum tíðina borið hitann og þungann af því, og nú loks er það farið en þá kemur veltutengt félagsgjald.
 
Við erum því að borga skatt til að fá að vera með í félaginu. Hverja viljum við fá í félagið? Helst alla en ef það er ekki hægt, hvort viljum við þá hafa þá sem ætla að stunda búskap til framtíðar eða þá sem eru á leið út úr greininni á allra næstu árum? Helstu rökin fyrir veltutengdu félagsgjaldi sem ég hef heyrt eru tvö: það þarf að verja hagsmuni okkar, það gerir enginn fyrir okkur, já líklega er það rétt og að stærri bú með meiri rekstur hafi meiri hagsmuni að gæta ... get ekki séð það, hvort sem við erum lítil eða stór, þá er þetta lífsviðurværi okkar og við eigum allt undir, hvort sem við erum lítil eða stór, ef við ætlum á annað borð að halda áfram í þessum rekstri. 
 
Í félögum, þar sem fólk borgar misháar upphæðir, fær það mismikinn rétt, mismikinn atkvæðisrétt, ræður því mismiklu, viljum við hafa það svo, nei ég held ekki en ...
 
Hvað er þá sanngjarnt við það að sumir borgi 1.000 kr. og aðrir 350.000 kr.?  Það er verið að borga fyrir sama hlutinn, sá sem borgar meira eða mest fær ekkert meira en sá sem borgar minnst.
 
Jón bóndi, sem á tvær holdakýr sér til ánægju og leggur inn 2 gripi á ári, getur gerst félagi í LK og ræður jafn miklu um framgang og stefnu félagsins og Gunnar bóndi sem framleiðir 1 milljón lítra mjólkur og leggur inn 100 gripi á ári.  Ef að bóndinn sem á þessar tvær holdakýr labbar inn í Jötunn vélar á Selfossi og vill kaupa Massa Ferguson þá segir Finnbogi ekki við hann:  Heyrðu, þú leggur bara inn tvo gripi á ári, þú færð Massann á 1 milljón, hann Gunnar sem framleiðir milljón lítrana og leggur inn 100 gripi, hann borgar bara mismuninn, læt hann borga 30 millur þegar hann kemur að kaupa Masssann. Það er verst fyrir Finnboga ef Gunnar kemur aldrei til að kaupa Massann, þá fer hann líklega á hausinn. Nei, allir þurfa að borga alveg sama verð fyrir Massa Ferguson, hvort sem þeir eru litlir eða stórir, ef þeir vilja fá vélina.  
Þannig á það líka að vera í félagsaðildinni, þeir sem vilja vera með borga sama gjald, það mun kosta ef við viljum halda þessu félagi áfram. En það þarf líka að endurskoða rekstur félagsins og einnig félagskerfið í heild, hvað geta þessir fáu bændur á Íslandi haldið uppi mörgum félögum og hvað þurfum við mörg félög til að verja hagsmuni okkar? Það er stóra málið, verja hagsmuni okkar, það gerir enginn fyrir okkur, en þurfum við mörg félagasamtök til þess?
 
Ef margir bændur eru farnir að borga stórar fjárhæðir inn í félagið, þá vilja þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð, og það verður jafnvel hagur félagsins að stóru bændurnir séu með, því það eru hærri fjárhæðir sem fylgja þeim. Hvers eiga þá minni bændurnir að gjalda, verður eitthvað hugsað um þá? Hver mun tala rödd þeirra? Þess vegna eiga allir að borga það sama, vera jafn réttháir og félagið er rödd allra bænda, jafnt stórra sem smárra.
 
Á undanförnu ári þurfti að sameina bændur eftir hamfarir í kringum gerð búvörusamninga, þetta var eitt stóra verkefni stjórnarinnar. Rétti  uppstillinganefnd síðasta aðalfundar  formanninum spil í hendur með stjórnarmönnum úr sem flestum áttum svo allir gætu fundið sinn talsmann. Að mínu mati hefur stjórninni ekki tekist það nægjanlega vel sem kemur best í ljós í þátttöku í félagsaðild LK, þar sem sumum finnst þeir engan veginn eiga neina samleið.
 
Þeir sem gefa sig í stjórnarstörf þurfa á hverjum tíma að vinna fyrir hagsmuni heildarinnar og greinarinnar til framtíðar. Einnig er stjórnarmönnum skylt að koma eins fram við alla, hvort sem fólk er á sömu skoðun eða einhverri annarri. 
 
Nú hverf ég af þessum vettvangi þar sem ég er ekki lengur félagi í LK og þykir mér það miður, en mína rödd í þessu máli hefur ekki verið svo glatt hlustað á, hef ég þó boðið formanni og framkvæmdastjóra í heimsókn til að ræða þessi mál. Óska ég ykkur öllum velfarnaðar í starfi og félaginu og félagsmönnum öllum heilla.
 
Vil ég þakka stjórninni fyrir samstarfið og öllum aðalfundarfulltúum sem ég hef kynnst og starfað með í gegnum tíðina fyrir góð kynni.
 
Með kveðju,
Bóel Anna Þórisdóttir
1. varamaður í stjórn LK
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...