Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Gámurinn á bílastæðinu í Flóanum.
Gámurinn á bílastæðinu í Flóanum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við innkeyrsluna inn á starfssvæði kjötmjölsverksmiðju Orkugerðarinnar í Flóanum.

Hrafn gæddi sér á dýraleifunum en samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er slíkur frágangur óheimill. Auk þess sem sérstakt leyfi þarf til að reka slíka söfnun dýraleifa til förgunar og í þessu tilviki var ekkert slíkt til staðar fyrir þennan tiltekna gám.

Matvælastofnun hefur eftirlitshlutverk

Ulrike Taylor, sérgreinadýralæknir aukaafurða dýra hjá Matvælastofnun, segir að starfsmaður stofnunarinnar hafi farið á vettvang eftir að ábending barst en þá hafi verið búið að loka gámnum. Hún segir að svo virðist sem gámurinn hafi verið notaður til að safna hræjum. Samkvæmt reglugerðum beri rekstraraðilum að upplýsa lögbært yfirvald hyggist þeir meðhöndla aukaafurðir dýra á einhvern hátt, þar með talið til geymslu og förgunar eins og útlit sé fyrir með þennan tiltekna gám.

Jafnframt ber hann að kynna sér hvaða kröfur eru gerðar samkvæmt lögum um slíka starfsemi og bregðast við í samræmi við þær. Þegar rekstraraðili hefur upplýst þar til bært yfirvald um áætlanir sínar með því að leita eftir skráningu eða leyfi, allt eftir eðli starfseminnar, sé það á ábyrgð Matvælastofnunar að hafa eftirlit með því að starfsemin fari fram samkvæmt gildandi lögum.

Engin umsókn um leyfi

Ulrike segir enga umsókn um leyfi fyrir þennan geymslugám hafa borist Matvælastofnun, því blasi við að slíkir starfshættir séu ólöglegir; bæði það að hafa gáminn opinn eins og meðfylgjandi mynd ber með sér og eins þarf sérstakt leyfi fyrir að nota slíkan gám til að safna dýraleifum sem í þessu tilviki var ekki til staðar.

Þess vegna verði næstu skref þeirra að finna út úr því hver sé rekstraraðili og hafa í kjölfarið samband við viðkomandi.

Síðan verði tekin ákvörðun um framhald málsins. Gámurinn mun ekki tilheyra Orkugerðinni enda er þar ekki tekið við heilum skrokkum af jórturdýrum til förgunar og kjötmjölsgerðar

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...