Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Olíuverslun hefur aukist
Fréttir 27. október 2022

Olíuverslun hefur aukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum hefur velta aukist í flestum atvinnugreinum undanfarið ár, frá júlí til ágúst 2021 til sömu mánaða 2022.

Í sumum atvinnugreinum var aukningin þó minni en hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hækkaði um 10% á þessu tímabili.

Velta jókst um 84% í olíuverslun. Samkvæmt verslunarskýrslum var svipað magn eldsneytis flutt inn í júlí til ágúst 2021 og sömu mánuði 2022 en einingarverð hækkaði mikið á milli ára. Sömuleiðis má skýra 46% aukningu veltu í framleiðslu málma með verðhækkunum þar sem svipað magn var flutt út en einingarverð hækkaði. Aukningu veltu í byggingarstarfsemi um 34% má að einhverju leyti skýra með auknum umsvifum. Þannig fengu 10% fleiri einstaklingar laun í þessari atvinnugrein í júlí til ágúst 2022 en á sama tímabili ári fyrr.

Skylt efni: olía

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...