Ólafur Dýrmundsson sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar
Dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, var sæmdur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.
Ólafur, sem var í hópi 12 Íslendinga sem að þessu sinni var sýndur þessi heiður, hlýtur riddarakrossinn fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar.
Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.