Ólafsdalshátíð
Ólafsdalshátíð verður haldin 10. ágúst næst komandi í Ólafsdal í Gilsfirði. Hátíðinn hefst klukkan 10.00 með tóvinnunámskeiði fyrir börn og ungmenni. Fram eftir degi verður svo boðið upp á margskonar afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Markmið Ólafsdalsfélagsins, sem stofnað var árið 2007,er að stuðla að endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði sem er meðal merkustu sögu- og menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Í Ólafsdal stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta bændaskóla landsins árið 1880 og rak hann til 1907.