Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ögmundi vísað úr endurskoðunarnefnd
Mynd / Skjáskot af vefsíðunni ogmundur.is
Fréttir 27. janúar 2017

Ögmundi vísað úr endurskoðunarnefnd

Ögmundur Jónasson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, tilkynnti í pistli á vefsíðu sinni í dag, www.ogmundur.is, að hann hefði fengið símtal frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem honum var tjáð að starfskrafta hans yrði ekki óskað lengur í nefnd sem fyrrum ráðherra skipaði til þess að endurskoða nýgerða búvörusamninga. Í pistlinum, sem birtur er í heild sinni hér undir, rekur Ögmundur ástæður þess að hann var skipaður í nefndina.

Hann segir nýja ríkisstjórn fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna: "... þeirra sem dregið hafa til sín gríðarlega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn - sérstaklega sá hluti hans sem byggir á samvinnurekstri - hefur skilað raunlækkun til neytenda."

Pistill Ögmundar Jónassonar:

Til nokkurs nýtur, en með óæskilegar skoðanir

"Í morgun var mér tilkynnt að ég yrði látinn víkja úr nefnd sem fyrrverandi ráðherra  landbúnaðarmála hafði skipað mig í. Hún átti að endurskoða nýgerða búavörusamninga með hliðsjón af framtíð landbúnaðar á Íslandi.

Í skýringum við þá skipan í tíð fyrriverandi ríkisstjórnar, var mér sagt að ég hefði mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði enda komið að tengdum málum sem fyrrverandi formaður BSRB, m.a. í nefndum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, auk þess sem ég hefði reynslu af Alþingi og í ríkisstjórn af neytendamálum, byggðamálum og heilbrigðisþætti matvælaframleiðslunnar.

Síðan var bætt við að ekki þætti verra að ég væri hliðhollur íslenskum landbúnaði og vildi efla hinar dreifðu byggðir.

En þetta voru orð fyrri ráðherra, ekki þess ráðherra sem nú situr og það var að sjálfsögðu ekki fyrri ríkisstjórn sem rak mig heldur sú nýja.

Ný ríkisstjórn er sem kunnugt er fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna; þeirra sem dregið hafa til sín gríðarlega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn - sérstaklega sá hluti hans sem byggir á samvinnurekstri - hefur skilað raunlækkun til neytenda.

Þess vegna var fullkomlega rökrétt að fela starfsmönnum landbúnaðarráðuneytisins að hringja í mig og tilkynna mér að framlags af minni hálfu til fyrirhugaðarar vinnu væri ekki lengur óskað. Hið ósagða í skilaboðum ráðherrans var að sjálfsögðu að mér væri ekki treystandi að halda á málum í samræmi við stefnu og áherslur nýrrar ríkisstjórnar.

Hvað mig varðar er hægt að taka þessum fréttum jákvætt og líta á þær sem viðurkenningu á því að litið sé svo á, að ég gæti orðið til nokkurs nýtur í nefndarstarfinu. Nema vandinn væri vitanlega svo aftur sá, að það yrði fyrir rangan málstað!

Þá er bara að fara aðrar leiðir. Menn geta látið frá sér heyra án þess að vera í nefnd!"

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...