Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mazda CX-5 AWD.
Mazda CX-5 AWD.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 19. maí 2015

Öflugur og fjölhæfur jepplingur

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Fyrir skömmu frumsýndi Brimborg nýjan og breyttan fjórhjóladrifinn Mazda CX-5 AWD. Ég kíkti á bílinn og eftir að hafa skoðað hann vandlega í sýningarsal fékk ég bílinn lánaðan til prufuaksturs. 
Mazda CX-5 er hægt að fá með tveim mismunandi kraftmiklum bensínvélum og dísilvélum, sex gíra beinskiptingu eða sex þrepa sjálfskiptingu. 
 
Fjórar mismunandi vélar í boði
 
Eins og áður segir eru í boði fjórar mismunandi vélar í Mazda CX-5, tvær bensínvélar, 2,0 lítra vél sem skilar 160 hestöflum eða 2,5 lítra vél sem skilar 192 hestöflum. Dísilvélarnar eru líka tvær, 2,2 lítra turbo sem er 150 hestöfl og önnur eins vél sem tekið er meira út úr og skilar 175 hestöflum. 
 
Grunnverðin á Mazda CX-5 er frá 5.490.000 og upp í 7.090.000 (fer eftir útbúnaði). Mjög mikið af aukabúnaði sem hjá mörgum öðrum framleiðendum hefur þurft að borga fyrir er staðalbúnaður í Mazda CX-5, en eins og í flestum nýjum bílum er hægt að fá ýmsan aukabúnað í bílinn.
 
Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur dísilbíll með 150 hestafla vél og er uppgefin eyðsla á honum 5,5 lítrar á hundraðið. Eftir tæplega 400 km akstur á meðalhraðanum 75 var mín eyðsla 6,4 lítrar á hundraðið (persónulega var ég mjög sáttur að vera ekki nema 0,9 lítrum fyrir ofan uppgefna eyðslu).
 
Vindmótsstaðan skiptir máli
 
Það var fallegt veður þann 1. maí þegar ég prófaði bílinn en hugmyndin var að fara Hvalfjarðarhring en eftir því sem kílómetrarnir rúlluðu inn á kílómetrateljarann fannst mér alltaf bíllinn verða þægilegri og þægilegri í akstri. Töluverður vindur var að N-A og fékk ég þá hugmynd að upplagt væri að renna í Staðarskála og til baka til að finna hvernig bíllinn væri í langkeyrslu. 
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og fannst mjög gott að keyra bílinn í langkeyrslu. Á leiðinni norður á móti vindinum var bíllinn að eyða 6,6 lítrum á hundraðið. Á leiðinni til baka á sömu leið var ég að eyða 5,7 lítrum miðað við 100 km akstur (mælt frá Hvalfirði í Staðarskála og svo öfugt til baka). 
 
Lítið veghljóð og góður drifbúnaður
 
Á malarvegi fannst mér lítið steinahljóð undir bílnum (þrátt fyrir gróf heilsársdekk). Stór dekkin tóku vel smáholurnar og í stærri holum virkar fjöðrunin afar vel. Fjórhjóladrifið nefnist AWD (All wheel drive) og samanstendur af 27 skynjurum sem meta ástand vegs og veggrips. Þetta er einfaldlega að virka mjög vel á malarvegum og kom virkni drifbúnaðarins mér verulega á óvart.
Ókostur að vera ekki með varadekk
 
Að öllu leyti fannst mér gott að keyra bílinn, mikið rými bæði í framsætum og fyrir farþega aftur í. Hins vegar fannst mér óþægilegt að setjast í ökumannssætið þar sem stuðningspúðarnir í sætinu eru svo háir yfir að fara, en að sitja í sætinu þegar maður er á annað borð sestur er þægilegt með þessa háu púða beggja vegna.
Plássið í aftursætunum er það mikið að það voru tæplega tveir hnefar í ökumannssætið þegar ég mældi sitjandi í aftursætinu. 
Stillingarnar fyrir útvarpið er fyrir aftan gírstöngina og eftir að ég vandist því líkaði mér þessi staðsetning vel.
Farangursrýmið er mjög gott og undir hlerunum eru nokkur lítil hólf fyrir dót. 
Eini ókosturinn sem ég sá við bílinn er að í honum er ekkert varadekk (eitthvað sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án).
 
Fínn jepplingur með marga kosti
 
Hátt er undir Mazda CX-5 AWD og ætti hann því að henta vel í snjó, á djúpum vegslóðum og á lausu yfirborði vegna AWD fjórhjóladrifsins. Dráttargetan er 2000 kg ef það sem dregið er er útbúið bremsum. Mazda CX-5 er útbúin blindpunktsaðvörunarkerfi sem virkar þannig að ef verið er að skipta um akrein og fyrir óaðgæslu veit maður ekki af bíl eða mótorhjóli á svæðinu sem spegillinn nær ekki skynjar útbúnaðurinn hættu og lætur vita. Upphitaðir hliðarspeglar (kemur sér vel á veturna í snjókomu).
 
Verðið á bílnum er mjög hagstætt miðað við útbúnaðinn og kraftinn. Nánari upplýsingar um Mazda CX-5 má finna á vefsíðunni www.mazda.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
Þyngd 1.537 kg
Hæð 1.670 mm
Breidd 1.840 mm
Lengd 4.555 mm

 

5 myndir:

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...