Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Öflugur landbúnaður er allra hagur
Lesendarýni 18. október 2017

Öflugur landbúnaður er allra hagur

Höfundur: Katrín Jakobsdóttir
Fyrir tveimur árum samþykkti Vinstrihreyfingin - grænt framboð metnaðarfulla landbúnaðarstefnu.  Hún byggist á því að innlendur landbúnaður sé grunnþáttur í því að byggja sjálfbært samfélag á Íslandi, að þjóðin verði sjálfri sér næg um matvæli eins og aðstæður leyfa og að Íslendingar verði áfram í fararbroddi þegar kemur að matvælaframleiðslu.
 
Innlendur landbúnaður snýst um að auka lífsgæði allra landsmanna og tryggja fjölbreytt búsetuskilyrði fyrir alla enda myndu fæstir vilja vera án íslenskra landbúnaðarafurða. Besta leiðin til að efla byggðahlutverk landbúnaðarins er að styrkja nýsköpun og skapa ný verðmæti og fjölbreytt störf um land allt. Þar skipta menntun og rannsóknir lykilmáli.
 
Mikilvægt er að landbúnaðurinn og önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið á grundvelli sjálfbærrar þróunar í búskaparháttum og góður aðbúnaður búfjár verði ávallt í öndvegi. Meðal annars þess vegan höfum við Vinstri-græn lýst stuðningi við þau markmið sem t.d. sauðfjárbændur hafa sett fram um að stefna að kolefnishlutleysi. 
 
Að undanförnu hafa málefni sauðfjárbænda verið til umræðu en staðan þar er slík að hún kallar á tafarlausar aðgerðir. Þar verður að hafa í huga að sá vandi snýr ekki einungis að sauðfjárbændum eða afurðastöðvunum heldur beinist hann einnig að samfélaginu sem heild og getur haft bæði slæm félagsleg áhrif og byggða­­röskun í för með sér.Kjara­skerð­ing­in sem nú blasir við sauðfjár­bændum getur haft víðtækar neikvæðar afleiðingar og vandséð að þær aðgerðir sem kynntar voru af fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra myndu verða til að renna hér stoðum undir stöðugan og sjálfbæran landbúnað. Þannig miðast aðgerðirnar einkum við fækkun sauðfjárbænda sem væntanlega munu hafa áhrif fyrst og fremst á unga bændur. Aðgerðirnar miðast ekki við að ná markmiðum í umhverfismálum og áhrif þeirra á hinar dreifðu byggðir hafa ekki verið greind með fullnægjandi hætti. 
 
Við Vinstri-græn höfum kynnt okkur þær tillögur sem forysta sauðfjárbænda hefur lagt fram til lausnar vandanum sem og þau markmið að stefna bera að kolefnishlutleysi sauðfjárræktar. Þar má finna ágætan grundvööll fyrir aðgerðum. Þannig viljum við horfa á innlendan landbúnað: Sóknartækifæri fyrir innlenda matvælaframleiðslu, byggðir landsins og árangur í umhverfismálum. Þar fer hagur alls almennings og bænda saman.
 
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...