Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í Öxarfjarðarskóla fá allir nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans tækifæri á að stíga á svið og taka þátt í árshátíðarverkefni sem undanfarin þrjú ár hafa verið viðamiklir söngleikir.  Ronja ræningjadóttir varð fyrir valinu í ár.
Í Öxarfjarðarskóla fá allir nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans tækifæri á að stíga á svið og taka þátt í árshátíðarverkefni sem undanfarin þrjú ár hafa verið viðamiklir söngleikir. Ronja ræningjadóttir varð fyrir valinu í ár.
Mynd / Kristján Ingi Jónsson
Fréttir 8. júní 2016

Öflugt leiklistarstarf í Öxarfjarðarskóla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Nemendur Öxarfjarðarskóla hafa undanfarin ár sett upp stórar og miklar leiksýningar, þær hafa  vakið athygli og unnið til viðurkenninga.
 
Bændablaðið fjallaði um það öfluga leiklistarstarf sem fram fer í Öxarfjarðarskóla í blaðinu sem út kom 12. maí síðastliðinn. Þar var spjallað við Hrund Ásgeirsdóttur og hún titluð skólastjóri, en hið rétta er að hún er aðstoðarskólastjóri í Öxarfjarðarskóla auk þess að leikstýra árshátíðarverkefnunum.  Skólastjóri er Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir. Myndirnar sem fylgdu umfjölluninni tók Kristján Ingi Jónsson. Beðist er velvirðingar á þessu.Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með alls rúmlega 40 nemendur. Hann er staðsettur í Lundi í Öxarfirði og er því miðsvæðis í skólasamfélaginu sem spannar allt frá Kelduhverfi í vestri út á Melrakkasléttu í austri.  Einnig er rekin leikskóladeild á Kópaskeri.  Í Öxarfjarðarskóla  er  löng hefð fyrir því að á árshátíð séu sett á svið stór og krefjandi verk í fullri lengd,  þá gjarnan söngleikir.  Fyrst um sinn var það einkum í höndum unglingadeildar að setja á svið stór verk en þau yngri voru þá oftar með stutta þætti, söng og dans.
 
Standa sig með stakri prýði
 
Fyrir þremur árum var ákveðið að prófa að setja eitt stórt verk á svið þar sem allir nemendur grunnskólans frá 1.–10. bekk, ásamt elstu nemendum leikskólans, stigu á svið.  Fyrir valinu varð hið sígilda verk, Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner og tókst það svo glimrandi vel að ákveðið var að prófa sama fyrirkomulag aftur að ári.  Í fyrravor var svo settur upp söngleikurinn Bugsy Malone eftir Alan Parker.  Enn og aftur stóðu nemendur sig með stakri prýði svo eftir var tekið.  Leiksýningin hlaut tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2015 fyrir árshátíðina og fékk viðurkenningarskjal þess efnis. Í ár var svo ráðist í sýninguna Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren og enn sem fyrr tóku allir nemendur þátt. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...