Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Júlíusson. /VH
Kristján Þór Júlíusson. /VH
Skoðun 31. júlí 2018

Öflug sauðfjárrækt til framtíðar

Höfundur: Kristján Þór Júlíusson

Í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var það eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar í desember sl. að bregðast við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Þannig var varið 665 milljónum króna í ýmis verkefni til að koma til móts við atvinnugreinina og var með því verið að bregðast við vandanum til skemmri tíma.

Til lengri tíma er í mínum huga ljóst að þörf er á breytingum á þeim búvörusamning sem gerður var við sauðfjárbændur og tók gildi 1. janúar 2017. Fyrir liggur að endurskoðun samningsins skal fara fram á næsta ári og því var í febrúar sl. skipaður samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga. Þar eiga sæti fulltrúar neytenda, stjórnvalda, bænda, afurðastöðva og atvinnulífs.

Vegna þeirrar stöðu sem blasir við greininni beindi ég þeim tilmælum til samráðshópsins í lok mars að hraða vinnu varðandi samninginn um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Þessi fjölbreytti hópur skilaði síðan samhljóða tillögum sínum til breytinga á gildandi samning nú í byrjun júlí. Í þeim koma fram ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt.

Endurskoðun flýtt

Nú hefur tekist samkomulag með stjórnvöldum og Bændasamtökum Íslands að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Grunnur þeirra viðræðna verða þær tillögur sem samráðshópurinn hefur skilað og er stefnt að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári. Þá munu stjórnvöld í þessum viðræðum leggja áherslu á þær aðgerðir sem birtast í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, m.a. um að samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verði innleiddir sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verði horfið frá núverandi kerfi þar sem stuðningur við bændur er fastbundinn við ákveðið kerfi sem skilyrðir hann við ákveðna framleiðslu. Þess í stað myndu bændur fá frelsi til að nýta stuðninginn til fjölbreyttari starfsemi en áður.

Tækifæri til breytinga

Ég bind vonir við að endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar muni marka nýja og bjartari tíma í íslenskri sauðfjárrækt. Að við sköpum þessari mikilvægu atvinnugrein þær forsendur að hún verði sjálfstæð og samkeppnishæf þannig að greinin geti nýtt tækifæri framtíðarinnar – bændum og neytendum til heilla. Með þessi markmið að leiðarljósi ganga íslensk stjórnvöld bjartsýn til þeirra viðræðna sem fram undan eru.

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.