Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Of mikið gras í Oregon
Fréttir 18. maí 2018

Of mikið gras í Oregon

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kannabisframleiðendur í Oregon-ríki í Bandaríkjunum eru að komast í talsverð vandræði vegna offramleiðslu á kannabis. Talið er að um 500 tonn af uppskeru síðasta árs séu enn óseld.

Fyrstur til að benda á vandann var hampplönturæktandi sem selur öðrum ræktendum plöntur til framhaldsræktunar til kannabisframleiðslu. Að sögn bóndans seldi hann svo mikið af plöntum til áframræktunar á síðasta ári að augljóst var að um umfram framleiðslu yrða að ræða.

Vegna offramleiðslunnar hefur verð á kannabis lækkað í ríkinu og selst grammið á 4 dollara, eða rétt rúmar 400 krónur íslenskar.

Ræktun á kannabis var gefin frjáls í Oregon undir eftirliti árið 2016. Í dag hafa verið gefin út tæplega 2000 slík leyfi í ríkinu. Plantan sem kannabis er unnið úr dafnar vel utandyra í Oregon og þarf því lítið að hafa fyrir ræktuninni nema hvað þá að haustkuldar og haglél geta sett strik í reikninginn eins og í annarri ræktun. Auk þess sem myglusveppur hefur herjað á plönturnar.

Talið er að samdráttur verði í framleiðslunni á þessu ári miðað við fyrra ár.

Skylt efni: Kannabis. Oregon

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...