Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Of mikið gras í Oregon
Fréttir 18. maí 2018

Of mikið gras í Oregon

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kannabisframleiðendur í Oregon-ríki í Bandaríkjunum eru að komast í talsverð vandræði vegna offramleiðslu á kannabis. Talið er að um 500 tonn af uppskeru síðasta árs séu enn óseld.

Fyrstur til að benda á vandann var hampplönturæktandi sem selur öðrum ræktendum plöntur til framhaldsræktunar til kannabisframleiðslu. Að sögn bóndans seldi hann svo mikið af plöntum til áframræktunar á síðasta ári að augljóst var að um umfram framleiðslu yrða að ræða.

Vegna offramleiðslunnar hefur verð á kannabis lækkað í ríkinu og selst grammið á 4 dollara, eða rétt rúmar 400 krónur íslenskar.

Ræktun á kannabis var gefin frjáls í Oregon undir eftirliti árið 2016. Í dag hafa verið gefin út tæplega 2000 slík leyfi í ríkinu. Plantan sem kannabis er unnið úr dafnar vel utandyra í Oregon og þarf því lítið að hafa fyrir ræktuninni nema hvað þá að haustkuldar og haglél geta sett strik í reikninginn eins og í annarri ræktun. Auk þess sem myglusveppur hefur herjað á plönturnar.

Talið er að samdráttur verði í framleiðslunni á þessu ári miðað við fyrra ár.

Skylt efni: Kannabis. Oregon

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...