Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Of mikið gras í Oregon
Fréttir 18. maí 2018

Of mikið gras í Oregon

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kannabisframleiðendur í Oregon-ríki í Bandaríkjunum eru að komast í talsverð vandræði vegna offramleiðslu á kannabis. Talið er að um 500 tonn af uppskeru síðasta árs séu enn óseld.

Fyrstur til að benda á vandann var hampplönturæktandi sem selur öðrum ræktendum plöntur til framhaldsræktunar til kannabisframleiðslu. Að sögn bóndans seldi hann svo mikið af plöntum til áframræktunar á síðasta ári að augljóst var að um umfram framleiðslu yrða að ræða.

Vegna offramleiðslunnar hefur verð á kannabis lækkað í ríkinu og selst grammið á 4 dollara, eða rétt rúmar 400 krónur íslenskar.

Ræktun á kannabis var gefin frjáls í Oregon undir eftirliti árið 2016. Í dag hafa verið gefin út tæplega 2000 slík leyfi í ríkinu. Plantan sem kannabis er unnið úr dafnar vel utandyra í Oregon og þarf því lítið að hafa fyrir ræktuninni nema hvað þá að haustkuldar og haglél geta sett strik í reikninginn eins og í annarri ræktun. Auk þess sem myglusveppur hefur herjað á plönturnar.

Talið er að samdráttur verði í framleiðslunni á þessu ári miðað við fyrra ár.

Skylt efni: Kannabis. Oregon

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...