Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Of mikið gras í Oregon
Fréttir 18. maí 2018

Of mikið gras í Oregon

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kannabisframleiðendur í Oregon-ríki í Bandaríkjunum eru að komast í talsverð vandræði vegna offramleiðslu á kannabis. Talið er að um 500 tonn af uppskeru síðasta árs séu enn óseld.

Fyrstur til að benda á vandann var hampplönturæktandi sem selur öðrum ræktendum plöntur til framhaldsræktunar til kannabisframleiðslu. Að sögn bóndans seldi hann svo mikið af plöntum til áframræktunar á síðasta ári að augljóst var að um umfram framleiðslu yrða að ræða.

Vegna offramleiðslunnar hefur verð á kannabis lækkað í ríkinu og selst grammið á 4 dollara, eða rétt rúmar 400 krónur íslenskar.

Ræktun á kannabis var gefin frjáls í Oregon undir eftirliti árið 2016. Í dag hafa verið gefin út tæplega 2000 slík leyfi í ríkinu. Plantan sem kannabis er unnið úr dafnar vel utandyra í Oregon og þarf því lítið að hafa fyrir ræktuninni nema hvað þá að haustkuldar og haglél geta sett strik í reikninginn eins og í annarri ræktun. Auk þess sem myglusveppur hefur herjað á plönturnar.

Talið er að samdráttur verði í framleiðslunni á þessu ári miðað við fyrra ár.

Skylt efni: Kannabis. Oregon

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...