Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samanlagður þungi kerru og vélarinnar er langt yfir leyfilegri þyngd dráttargetu jeppans og 50 mm dráttarkúlunnar. Sektin við þessu er mjög há þar sem að yfirþungi til sektar reiknast í prósentum (hámarkssekt við of miklum þunga er í milljónum talið).
Samanlagður þungi kerru og vélarinnar er langt yfir leyfilegri þyngd dráttargetu jeppans og 50 mm dráttarkúlunnar. Sektin við þessu er mjög há þar sem að yfirþungi til sektar reiknast í prósentum (hámarkssekt við of miklum þunga er í milljónum talið).
Fréttir 31. október 2017

Of mikið af banaslysum það sem af er ári

Í síðasta riti Vinnuverndar skrifar Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, grein um fjölgun vinnuslysa undanfarið. Greinin er þörf ábending um almennt dapurt hugarfar til þeirra sem stjórna vinnustöðum þar sem greinilegt er að of lítið er lagt upp úr öryggi á vinnustöðum.
 
Ég leyfi mér að drepa niður í pistli hans þar sem hann nefnir orðrétt: 
 
„Við frekari skoðun Vinnu­eftirlitsins á þessum alvarlegu slysum þá er veila í öryggisstjórnunarkerfum stór þáttur í orsökum þeirra. Slík veila skiptist í tvo þætti. Annars vegar að hætta er þekkt en ekki er brugðist við henni, hins vegar að horft er fram hjá augljósri hættu sem ætti að vera öllum ljós. Virðingarleysi gagnvart starfsmönnum, fyrirtækjum og samfélagi sem felst í að hafa slík mál í ólestri er engum bjóðandi og ekki viðsættanleg vinnuvernd. Vinnueftirlitið hvetur stjórnendur og starfsmenn til að vinna stöðugt með áhættumat, öryggisstjórnun og almennar slysavarnir í fyrirtækjum sínum til þess að okkur takist að virða þau grundvallar mannréttindi að allir komi heilir heim úr vinnu.“
 
Ábyrgð verkstjórnanda er mikil
 
Víða er pottur brotinn í forvörnum og ábyrgð stjórnenda á vinnustöðum er mikil, en eins og flestir vita þá er í lögum að allir vinnustaðir eiga að gera áhættumat vinnustaða. Áhættumat er ekki auðvelt fyrir bónda og bóndabýli þar sem nánast engin vinna frá degi til dags er eins á býlum og því þarf nánast að gera daglega áhættumat. Þó eru sumir hlutir sem þurfa alltaf að vera í lagi, en þar ber fyrst að nefna réttindi til að keyra ökutæki og stjórnun vinnuvéla. 
 
Vélavæðing býla er alltaf að verða stærri og stærri og tækin flóknari, þyngri og stærri. Verkstjóri sem setur réttindalausan mann í vinnu á dráttarvél eða á lyftara er ábyrgur fyrir slysi ef viðkomandi vinnumaður veldur slysi og er án réttinda við stjórnun tækis. Of margir hugsa ekki hugsunina á versta veg þegar kemur að réttindaleysi starfsmanna. 
 
Því er þetta nefnt hér til að leiða hugann að réttindum til bóta og trygginga starfsmanna. Ég nefni þetta sérstaklega af minni reynslu því ég tapaði dómsmáli og var réttlaus gagnvart bótum, en sem verkstjórnandi átti ég ekki að vera á þeim stað þar sem mitt slys átti sér stað og sökum þess var bótaréttur minn enginn.
 
Augljósar reglur eru brotnar daglega og algeng sjón
 
Á þeim árum sem þessir pistlar hafa verið hér í Bændablaðinu hafa nokkrir sent ábendingu um hluti sem eru í ólestri. Flestar eru þessar ábendingar þess eðlis að vert er að minnast á, sem dæmi þá hafa komið ábendingar um að fjallað sé um hjálmanotkun á hestum og fjórhjólum, ljósabúnað dráttarvéla og bremsubúnað, kerrudrátt/vagnadrátt, öryggisklæðnað, öryggisgleraugu, brunavarnir og slökkvitæki og margt fleira. 
 
Fyrir nokkrum dögum fékk ég senda mynd af dráttarvél á bílaflutningakerru sem dregin var af jeppa með 50 mm dráttarkúlu. Samanlagður þungi kerru og vélarinnar er langt yfir leyfilegri þyngd dráttargetu jeppans og 50 mm dráttarkúlunnar. Sektin við þessu er mjög há þar sem að yfirþungi til sektar reiknast í prósentum (hámarkssekt við of miklum þunga er í milljónum talið). 
 
Með myndinni kom fram að hún væri tekin af Facebook-síðu þar sem landbúnaðartæki eru auglýst til sölu.
 
Sjálfur skoða ég þessa síðu af og til mér til gamans. Þar eru margar myndirnar sem teknar eru í hugsunarleysi og sýna ekki mikla ábyrgð né öryggiskennd, við verðum að hugsa aðeins um það sem er augljós hætta (eins og þessi mynd ber með sér), hugsum aðeins um það sem verið er að birta á sölusíðunum á Facebook. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...