Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekki annað hægt en að hæla þessum malbiksbíl fyrir mjög góðan afturljósabúnað.
Ekki annað hægt en að hæla þessum malbiksbíl fyrir mjög góðan afturljósabúnað.
Mynd / HLJ
Fréttir 17. september 2021

Of margir trassar í umferðinni

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í þessum pistlum hef ég oft talað um umferðina, ósköp eðlilegt þar sem í minni aðalvinnu telst ég vera atvinnubílstjóri sem meðal annars felst í að bjarga fólki úr vandræðum með sprungin dekk.
Um síðastliðna helgi ók ég um fjölfarna vegi bæði um Suður- og Vesturland og eðlilega mætti ég mörgum bílum á þeirri leið. Óeðlilega margir bílar voru bara með annað framljósið kveikt, töluvert margir alveg ljóslausir og eins og alltaf voru alltof margir bílar á ferðinni algjörlega ljóslausir að aftan.

Það virðist sem sumu fólki í umferðinni sé nákvæmlega alveg sama um allt sem kallast umferðaröryggi. Fyrir aðra í umferðinni og umferðaröryggi þurfa ljós að vera í lagi og nú á þessum tíma árs þegar fólk er töluvert enn að ferðast þarf ljósabúnaðurinn að vera í lagi.

Þetta dekk kom undan fjölskyldubíl, þegar ég skammaði fjölskylduföðurinn var hann ekki sáttur við mig.
Skoðið dekkin og ef þau slitna svona þá er eitthvað að í hjólabúnaðinum.

Fjölskyldubíllinn þarf að vera í lagi og engar undantekningar

Það ætti að vera regla hjá öllum að yfirfara bílinn reglulega, skoða ljós, mæla olíur, athuga með kælivökva og athuga hvort loft sé í varadekkinu. Í sumum bílum er varadekkið fest undir bílnum að aftan, þessi varadekk vilja oft vera svo föst að ekki er nokkur leið að ná þeim þegar maður þarf á þeim að halda. Athugið hvort hægt sé að ná varadekkinu undan bílnum og ekki bíða með það því þegar dekk springur hjá manni er yfirleitt rok og rigning og maður sjálfur í sparifötunum.

Ef einhver tekur eftir því að dekkin slitna meira að utan eða innan þá er eitthvað að hjólabúnaðinum og hjólastilling kostar yfirleitt töluvert minna en eitt dekk.
Fyrir flestum er fjölskyldan það dýrmætasta sem maður á. Fyrir stuttu síðan kom fjölskyldubíll á verkstæðið þar sem ég vinn með dekk sem lak og bað um að fá dekkið viðgert, en þegar honum var sagt að dekkið væri gjörsamlega ónýtt og að hann þyrfti að kaupa ný dekk undir bílinn, var hann ekki sáttur. Þegar ég hálfpartinn skammaði hann fyrir kæruleysi að keyra með fjölskylduna í bíl á gjörsamlega ónýtum dekkjum, sannfærðist hann á endanum og ók út á nýjum dekkjum.

Vetrardekkjahugleiðingar

Það styttist sumarið og ekki langt í fyrstu frost, hálku og snjó. Þá þarf að huga að vetrardekkjum, negldum eða ónegldum. Því miður eru komnir á göturnar nokkrir bílar með þannig stærðir af dekkjum að ekki eru til neglanleg vetrardekk á þá og jafnvel getur verið mjög vont að fá á þessa bíla vetrardekk.

Sjálfur er ég með á mínum bílum nagladekkin tilbúin á felgum, en stundum er hreinlega ódýrara að kaupa felgur og dekk.

Fyrir bíla sem eru með dekk sem hafa mjög lágan prófíl þá er skynsamlegt að kaupa minni felgur. Flestir bílar geta verið með einni tommu minni felgur, en í öðrum er hægt að minnka niður um allt að þrjár tommur. Með því að setja minni felgur fær maður í staðinn meira gúmmí og þar af leiðandi betri fjöðrun út úr dekkjunum í klaka. Einnig ef maður er með meira gúmmí á hæðina þá hefur maður möguleika á að hleypa lofti úr dekkjunum til að auka grip og flot.

Lof og last

Stundum finnst manni sumar bílategundir og bílstjórar þeirra skera sig úr með ýmsa hluti. Sem dæmi finnst mér að eigendur af Tesla skeri sig úr með að gefa aldrei stefnuljós. Nissan Liv rafmagnsbílarnir eru oftast ljóslausir að aftan og líka Toyota. Suzuki Jimny eru oftast ljóslausir að framan og oftast eru það eigendur og bílstjórar á Volvo sem keyra í veg fyrir mig á mótorhjólinu. Þetta er engin regla og til eru undantekningar, en þeir sem eiga þessa köku taki hana til sín og vonandi fyrirgefa mér hinir saklausu orð mín hér að ofan.

Hól vikunnar fær vörubíllinn með malbikið sem ók á undan mér í vikunni sem leið (sýndist standa á hliðinni á honum S.V. Bílar). Flottur ljósabúnaður sem sést úr órafjarlægð og bíllinn vel hirtur þrátt fyrir að vera malbiksbíll.

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...