Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá fundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Frá fundi Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 21. september 2017

Óeðlileg samkeppni og verðmyndun á kindakjötsmarkaði

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) héldu fund á Hótel Sögu 19. september síðastliðinn til að ræða vanda sauðfjárbænda.

Í setningarræðu Oddnýjar Steinu Valsdóttur, formanns LS, ræddi hún óeðlilega samkeppni á markaði með kindakjöt.  Verðmyndun í framleiðsluferlinu væri ekki með eðlilegum hætti og afleiðingin væri sú að sauðfjár­bændur stæðu frammi fyrir launaleysi næstu mánuði. 
 
Oddný Steina Valsdóttir.
Henni þætti harkalegt og ósanngjarnt að hið opinbera hefði ekki verið tilbúið að stíga fyrr inn í ferlið með afgerandi hætti. Lágmarks inngrip á markaði af hálfu stjórnvalda væri nauðsynlegt, samhliða hæfilegum hvötum til fækkunar. Slíkt væri vel þekkt erlendis við sambærilegar aðstæður. Hún þakkaði hreinskiptið samtal við stjórnvöld sem báðir aðilar hafi dregið lærdóm af. 
 
Minna traust til afurðastöðva
 
Því næst beindi Oddný Steina sjónum að afurðastöðvunum. Henni virtist þær hafa valið að ýta öllum kostnaði og ábyrgð yfir á bændur frekar en að taka á sig hluta áhættunnar. Sauðfjárbændur hefðu viljað sjá þær gefa í hvað varðar vöruþróun og framsetningu á vörum og leita leiða til aukinnar hagræðingar. 
 
Hún sagði að traust bænda til þeirra hefði farið minnkandi. Hún gagnrýndi að ástæður fyrir lækkun á afurðaverði til bænda væru í nokkurri móðu og óútskýrðar. Bændur verði að kalla eftir svörum og sláturleyfishafar að gefa svör.
 
Hún sagði að til fundarins hafi verið boðað með það að markmiði að afgreiða tillögur landbúnaðarráðherra um vanda sauðfjárræktarinnar. Í millitíðinni hafi hins vegar orðið stjórnarslit ríkisstjórnarinnar og því ljóst að tillögurnar kæmu ekki til umfjöllunar á fundinum. Fundinum væri engu að síður ætlað að senda skýr skilaboð um framhaldið.
 
Birgðastaðan betri en menn þorðu að vona
 
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KS), flutti því næst framsögu sem gestur fundarins. Hann sagðist vilja reyna að skýra línurnar varðandi vaxandi tortryggni milli bænda og sláturleyfishafa. Hann byrjaði á að fara yfir þróun mála undanfarna mánuði, frá sjónarhóli sláturleyfishafa, hvað varðar markaðssetningu og birgðastöðu kindakjöts. Hann sagði birgðastöðu 1. september í ár vera svipaða og á sama tíma í fyrra. Það væri betri staða en menn þorðu að vona. Það hefði hins vegar ekki komið af sjálfu sér, heldur hefði árangurinn af sérstöku útflutningsverkefni verið að skila sér, sölu á 857 tonnum kindakjöts á erlenda markaði og stærsti hluti þess hafi náðst á síðustu tveimur mánuðum. 
 
Ágúst sagði greinina samt standa frammi fyrir ákveðnum birgðavanda og ef ekki sé haldið áfram með slík markaðsverkefni sé ljóst að birgðavandanum, upp á 800–900 tonn, verði áfram ýtt á undan sér. 
 
Farsælt markaðsátak sláturleyfishafa
 
Útflutningsverkefnið, þegar 100 milljónum af fjáraukalögum í desember í fyrra var varið til að markaðssetja lambakjöt erlendis, hafi verið mikilvægt vegna þess að það var samvinnuverkefni sláturleyfishafa sem voru sammála um að þyrfti að fara út í.  
 
Kjötið hafi farið inn á nokkra dreifða markaði og hefur skilað þeim árangri í dag að eftirspurn eftir lambakjöti á þeim hefur aukist. Í kjölfarið sé áfram unnið með þessa markaði og nefndi Ágúst í því sambandi að í gangi væri markaðsverkefni í Japan sem hefði komið út úr verkefninu. Hingað til lands hafi nýlega komið japanskir sérfræðingar til að aðstoða við að taka næsta skref í úrvinnslu á frampörtunum sem hafa verið seldir þangað, sem sé sérstakur skurður á þeim og pökkun. Unnið sé með svipuð framhaldsverkefni í Svíþjóð, Bretlandi og á Spáni. 
 
Markaðsverkefnið var gagnlegt að ýmsu leyti, að sögn Ágústs, ekki síst þar sem þarna var lagður ákveðinn grunnur að því að halda miðlægt utan um útflutninginn. Sláturleyfishafar væru sammála um að halda slíku fyrirkomulagi áfram, jafnvel þannig að ráðinn verði sérstakur starfsmaður sem haldi utan um allan útflutning. Útflutningurinn og salan yrði þó áfram á hendi afurðastöðvanna, en gögnum skilað inn um útflutninginn þannig að vitað sé inn á hvaða markaði sé selt og fyrir hvaða verð á hverjum tíma. Þannig verði hægt að fylgjast með þróuninni. 
 
Útflutningsskyldan heppilegt stýritæki
 
Ágúst ræddi næst um tillögur landbúnaðarráðherra og sagði að svigrúmið til að fara í mikla fækkun á fé á þessu hausti væri eiginlega ekki til staðar. Vinna þyrfti áfram með þá stöðu sem væri uppi í dag og hafa þá betri yfirsýn yfir málin fyrir næsta haust, hvað hægt verði að gera. Hann sagðist hlynntur útflutningsskyldu, sem væri heppilegt stýritæki undir þessum kringumstæðum. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...