Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Mynd / Bbl.
Skoðun 8. maí 2019

Ódýr matur – dýrkeypt blekking

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson

Um þessar mundir er mikið rætt um hlýnun jarðar og kolefnisfótspor. Samt er bæði leynt og ljóst verið að hvetja til aukins innflutnings matvæla þótt vitað sé að  kolefnisfótspor innlendrar framleiðslu er mun léttara. Enn er hollur hinn heimafengni baggi og ekki verður um það deilt að matur sé mannsins megin.

Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim.

Hér á landi er allt of lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Sérstaða íslensks landbúnaðar er vanmetin.

Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar, nemur kostnaður við mat og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og hefur farið lækkandi. Hann er ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn með því að auka innflutning. Þar með er verið að skerða starfsskilyrði íslenskra bænda til að  framleiða holl, hrein og örugg matvæli. Einblínt er á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni, og þar með er ekki verið að  taka kolefnisfótsporið til greina. Sem sagt; alger tvískinnungur.

Ráðherra landbúnaðarmála talar nú fyrir frumvarpi að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reiknað er með því að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500–600 milljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í  þessu mati eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið að sjálfsögðu þyngjast og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda.

Það er heldur ekki traustvekjandi  að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 niður í 5. Þetta tel ég afleita þróun með tilliti til bæði fæðu- og matvælaöryggis þjóðarinnar.

Að mínum dómi er ódýr matur,  að mestu leyti afurð erlends verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og  kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki kominn tími til að skoða þessi mál betur?

Höfundur er búvísindamaður, er áhugamaður um sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...