Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddgeirshólar
Bóndinn 29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Ábúendur eru feðgarnir Magnús Guðmann Guðmundsson og Einar Magnússon. Magnús hóf búskap með formlegum hætti árið 1976 á jörðinni með föður sínum, Guðmundi Árnasyni, og bræðum hans, Jóhanni og Ólafi, sem ráku félagsbú.

Árið 1985 kom Steinþór, bróðir Magnúsar, inn í búskapinn. Ráku þeir tveir saman félagsbúið þar til 2017 er Steinþór hætti búskap. 

Einar  tók við sauðfénu af afa sínum Guðmundi árið 2006 og í búskap með föður sínum frá 1. nóvember 2017.

Býli:  Oddgeirshólar.

Staðsett í sveit:  Oddgeirshólar í Flóahreppi sem áður hét Hraungerðishreppur.

Ábúendur: Magnús G. Guðmundsson og Einar Magnússon.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tveir karlar og þrír hundar; Píla, Týra og Skella.

Stærð jarðar?  Um 600 ha.

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 40 kýr + 30 aðrir nautgripir, um 400 fjár og 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar á mjöltum og endar á þeim líka.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og að framkvæma eitthvað sem nauðsynlegt er, eru skemmtilegustu verkin en skemmtilegasta vinnan er í kringum réttirnar. Veikir gripir og bilanir er leiðinlegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi komið nýtt fjós og framtíðin björt.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis málum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er haldið á spilunum, það verður alltaf þörf fyrir mat. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinleikanum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kók og kokteilsósa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lamb.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg, t.d. þegar við keyptum nýjan traktor í fyrra.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...