Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Hönnunarsamkeppni var haldin vegna byggingar nýja hjúkrunarheimilisins en vinningstillagan kom frá BASALT arkitektum og EFLU verkfræðistofu.
Fréttir 6. september 2022

Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir hefjast í haust við byggingu á nýju 30 rúma hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði og á þeim að vera lokið árið 2024.

Um er að ræða viðbyggingu við eldra heimili, Skjólgarð, en þar eru nú 27 hjúkrunarrými, flest í tvíbýli. Framkvæmdin er annars vegar nýbygging upp á 1.400 fm að stærð og hins vegar breytingar á núverandi byggingu sem er 880 fm að stærð. Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Víkurbraut. Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingum sem gerðar verða á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina. Áætlaður kostnaður við verkið eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið verður fjármagnað þannig að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar en Sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%.

Glaður bæjarstjóri

„Við erum í skýjunum. Að sjá til lands í svona mikilvægu baráttumáli er mikið gleðiefni en líka mikill léttir. Okkur svíður að vita til þess að gamla fólkið okkar skuli búa við aðstæður, sem eru engan vegin ásættanlegar og að hægvirkni og flækjustig stjórnsýslunnar skuli koma niður á þeim. En nú gleðjumst við og vonumst til að geta tekið fyrstu skóflustunguna fljótlega,“ segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri í Hornafirði.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...