Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Mynd / MHH
Fréttir 7. desember 2016

Nýtt og glæsilegt fjós á Hvammi í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Byggingin gjörbreytir allri aðstöðu hjá okkur, við erum í skýjunum með nýja fjósið og ekki síður kýrnar og nautgripirnir sem eru komnir inn í það, þetta er draumur sem er orðinn að veruleika,“ segir Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi Í Ölfusi. 
 
Nýja fjósið sem hann var að taka í notkun er 830 fermetrar að stærð, legubásafjós með geldneytaaðstöðu, sambyggt eldra fjósi. 
 
Pláss er fyrir 67 kýr en nýja fjósið er hannað með aðstöðu fyrir mjaltaþjón þótt hann sé ekki kominn. Haughús er undir öllu húsinu. „Við munum nota eldra fjósið fyrir sjúkra- og kálfastíur. Tilgangurinn með nýja fjósinu er að bæta alla aðstöðu fyrir kýrnar og framleiðsluna, bæta vinnuaðstöðuna og mæta auknum kröfum sem nýjar reglugerðir kveða á um,“ bætir Pétur við. 
 
Charlotte Clausen og Pétur á Hvammi eru hæstánægð með nýja fjósið sem Stefán Helgason og hans starfs­menn hjá verktakafyrirtækinu Kríutanga byggðu á sjö mánuðum. Húsið kostar eins og gott einbýlishús á höfuðborgar­svæðinu.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...