Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lágmarksaldur hunda sem undirgangast skapgerðarmat verður sex mánuðir.
Lágmarksaldur hunda sem undirgangast skapgerðarmat verður sex mánuðir.
Fréttir 27. júlí 2016

Nýtt og endurbætt skapgerðarmat

Höfundur: Vilmundur Hansen
Árlega eru um 160 hundar fluttir til Íslands víðs vegar að úr heiminum. Skilyrði vegna innflutnings eru meðal annars bólusetningar og sýnatökur auk fjögurra vikna einangrunar. Tilgangurinn er að draga úr líkum á að til landsins berist nýir dýrasjúkdómar. 
 
Í frétt á heimasíðu Matvæla­stofnunar segir að samkvæmt lögum um innflutning dýra skal ekki heimila innflutning á gæludýrum sem hætta getur stafað af og því er krafist svokallaðs skapgerðarmats fyrir hunda af tilteknum tegundum. Um er að ræða hunda sem vegna stærðar eða styrkleika síns vegna geta valdið alvarlegu tjóni ef þeir hafa tilhneigingu til árásargirni. 
 
Árásargirni metin út frá níu þáttum
 
Frá árinu 2003, þegar reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis var fyrst sett, hefur verið í notkun skapgerðarmat sem framkvæmt hefur verið af dýralæknum ytra. Með því mati hefur verið kannað hvernig viðkomandi hundar bregðast við mismunandi áreiti og aðstæðum með það að markmiði að skera úr um hvort þeir eru árásargjarnir. 
 
Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar á inn- og útflutningsskrifstofu og á dýraheilbrigðissviði Matvælastofnunar í samráði við sérfræðinga í atferlisfræði dýra unnið að nýju skapgerðarmati. Niðurstaðan varð skapgerðarmat sem byggist á sömu grundvallaratriðum og fyrra mat en meira er lagt upp úr því að framkvæmdin sé stöðluð. Um er að ræða níu þætti sem lúta að viðbrögðum hundsins í mismunandi aðstæðum. Leiðbeiningar eru um hvernig prófa skal hundinn og skrifa skal ítarlegar lýsingar á viðbrögðum hans. Auk þess skal taka myndband af framkvæmd matsins og senda með skýrslunni til Mast svo hægt sé að ganga úr skugga um að hundurinn hafi verið prófaður eins og til er ætlast. 
 
Dýralæknar framkvæma matið
 
Eftir sem áður skulu dýralæknar annast framkvæmd skapgerðarmats. Dýraatferlisfræðingar eru víða starfandi og var það skoðað að fá slíka sérfræðinga til að framkvæma skapgerðarmat vegna innflutnings. Þó yrði slíkt vandkvæðum bundið þar sem nám atferlisfræðinga getur verið afar mismunandi eftir löndum, víðast hvar er ekki um að ræða lögverndað starfsheiti og aðgengi að þeim er misgott. 
 
Lágmarksaldur sex mánuðir þegar matið fer fram
 
Lágmarksaldur hunda sem undirgangast skapgerðarmat verður sex mánuðir. Við þann aldur eru langflestir hundar búnir að ná kynþroska og skapgerðareinkenni eru komin fram. Þó væri æskilegt að hundarnir væru eldri þegar slíkt mat færi fram en slíkt yrði of hamlandi þar sem lágmarksaldur hunda vegna innflutnings er sjö mánuðir en fimm mánuðir þegar þeir koma frá skilgreindum löndum þar sem hundaæði finnst ekki, meðal annars Noregi og Svíþjóð. 
 
Markmiðið að koma í veg fyrir innflutning á hættulegum hundum
 
Markmiðið með endurbættu skapgerðarmati er að auka gildi þess. Eigi það að skila tilætluðum árangri, það er að segja að koma í veg fyrir að árásargjarnir og hættulegir hundar verði fluttir til landsins, þarf matið að vera framkvæmanlegt og marktækt. 
 
Nýtt skapgerðarmat vegna innflutnings var tekið í notkun þann 1. júlí síðastliðinn. 
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...