Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ný skipan sauðfjárveikivarnarhólfa, en þeim var nýlega fækkað um þrjú.
Ný skipan sauðfjárveikivarnarhólfa, en þeim var nýlega fækkað um þrjú.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 12. september 2025

Nýtt kort yfir skipan sauðfjárveikivarnarhólfa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nú formlega gefið út nýtt kort yfir uppfærð sauðfjárveikivarnarhólf.

Á því eru nýjustu upplýsingar um fjölda, legu og stærð allra hólfa, en í sumar voru þrjár sauðfjárveikivarnarlínur lagðar niður og þar með fækkaði hólfum um þrjú. Línurnar sem voru lagðar niður eru Kollafjarðarlína, Vatnsneslína og Jökulsárlína.

Ítarlegt heilbrigðiseftirlit

Ráðherra hefur heimild til að leggja niður varnarlínu hafi farið fram ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fenginni umsögn frá Matvælastofnun.

Við brotthvarf Kollafjarðarlínu verður til eitt Vestfjarðahólf í stað tveggja og þegar Vatnsneslína hverfur sameinast Vatnsneshólf annars vegar og Húna- og Skagahólf hins vegar í eitt Norðvesturlandshólf. Við niðurfellingu Jökulsárlínu verður til Norðurþings- og Múlahólf í stað Norðurausturhólfs og Héraðshólfs.

Sama sjúkdómastaða

Í mati Matvælastofnunar á Kollafjarðarlínu, sem nær úr Kollafirði í Ísafjarðarbotn segir að sama sjúkdómastaða sé beggja vegna línunnar. Girðingin hefur ekki fengið viðhald í áratugi og hefur legið niðri og skapað slysahættu í umhverfinu svo ákveðið hefur verið að taka hana upp. Athygli er vakin á því að þrátt fyrir sameiningu Vestfjarðahólfanna eystra og vestra, þá nær líflambasölusvæðið eingöngu yfir Vestfjarðahólf eystra. Sama sjúkdómastaða er einnig beggja vegna Vatnsneslínu, sem liggur úr Miðfjarðarvatni í Síðukrók við ósa Víðidalsár.

Jökuldalslína er í raun Jökla og Hálslón. Matvælastofnun segir sömu stöðu vera komna upp með Jöklu og var með Blöndu fyrir nokkrum árum, að hún er ekki lengur fjárheld. Sama sjúkdómastaða er beggja vegna árinnar, í Héraðshólfi og Norðausturhólfi sunnan Smjörfjallalínu.

Eyjafjarðará teiknuð inn á kortið

Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir jórturdýra hjá Matvælastofnun, segir að til viðbótar nýrri hólfaskipan hafi verið gerðar lagfæringar á Eyjafjarðarlínu í kortagerðinni og hefur Eyjafjarðará verið teiknuð inn á kortið.

Það sé gert til þess að fyrirbyggja þann útbreidda misskilning að allir bæir austan Eyjafjarðarár séu í Eyjafjarðarhólfi. Reyndin er að stór hluti þeirra er í Tröllaskagahólfi, Eyjafjarðarlína fylgir ánni Mjaðmá og skilin milli hólfanna eru á milli bæjanna Rifkelsstaða og Munkaþverár.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...