Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Fréttir 28. maí 2015

Nýtt kokkalandslið valið

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi og hefur nýtt landsliðið verið valið til þátttöku þar. 

Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins í sögunni á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.

Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að æfingar séu hafnar og standa yfir fram að keppni á Ólympíuleikum, liðmenn æfa og funda stíft til að fylgja eftir góðum árangri í samræmi við háleit markmið.

Markmið Kokkalandsliðsins eru meðal annars að efla áhuga á matargerð og fagmennsku í gerð matar á Íslandi, vekja áhuga ungs fólks á matargerð og keppa stolt fyrir hönd þjóðarinnar með háleit markmið.

Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins og annara verkefna í keppnismatreiðslu.

Landsliðið er nú skiptað eftirfarandi matreiðslumeisturum:

Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum,Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu og Maria Shramko.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...