Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Fréttir 28. maí 2015

Nýtt kokkalandslið valið

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi og hefur nýtt landsliðið verið valið til þátttöku þar. 

Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins í sögunni á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.

Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að æfingar séu hafnar og standa yfir fram að keppni á Ólympíuleikum, liðmenn æfa og funda stíft til að fylgja eftir góðum árangri í samræmi við háleit markmið.

Markmið Kokkalandsliðsins eru meðal annars að efla áhuga á matargerð og fagmennsku í gerð matar á Íslandi, vekja áhuga ungs fólks á matargerð og keppa stolt fyrir hönd þjóðarinnar með háleit markmið.

Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins og annara verkefna í keppnismatreiðslu.

Landsliðið er nú skiptað eftirfarandi matreiðslumeisturum:

Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum,Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu og Maria Shramko.

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...