Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýtt hestamannafélag í Skagafirði
Fréttir 14. mars 2016

Nýtt hestamannafélag í Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnfundur fyrir Skagfirðing, sem er nýtt hestamannafélag í Skagafirði, var haldinn á dögunum. Formaður er Guðmundur Sveinsson, sem segir við Feyki að um mikið framfaraskref sé að ræða fyrir hestamenn í firðinum.
 
Kosið var í stjórn félagsins en auk Guðmundar skipa hana Ása Hreggviðsdóttir, Skapti Steinbjörnsson, Haraldur Þór Jóhannsson og Pétur Örn Sveinsson. Varamenn eru Elvar Einarsson og Ragnar Pálsson. Stjórn á eftir að skipta með sér verkum. 
 
Félögin þrjú, Léttfeti, Stígandi og Svaði, sem nú sameinast í einu öflugu félagi halda sína aðalfundi á næstu dögum og verða þá formlega lögð niður. Eftir þann gjörning verður efnt til annars fundar hjá Skagfirðingi og línur lagðar. 
 
Á fundinum voru gerðar nýjar samþykktir, rætt um nýtt lógó félagsins og var stjórninni falið að vinna það mál áfram. Einnig var rætt um framtíðina og hvað menn sjá fyrir sér. 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...