Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýtt hestamannafélag í Skagafirði
Fréttir 14. mars 2016

Nýtt hestamannafélag í Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnfundur fyrir Skagfirðing, sem er nýtt hestamannafélag í Skagafirði, var haldinn á dögunum. Formaður er Guðmundur Sveinsson, sem segir við Feyki að um mikið framfaraskref sé að ræða fyrir hestamenn í firðinum.
 
Kosið var í stjórn félagsins en auk Guðmundar skipa hana Ása Hreggviðsdóttir, Skapti Steinbjörnsson, Haraldur Þór Jóhannsson og Pétur Örn Sveinsson. Varamenn eru Elvar Einarsson og Ragnar Pálsson. Stjórn á eftir að skipta með sér verkum. 
 
Félögin þrjú, Léttfeti, Stígandi og Svaði, sem nú sameinast í einu öflugu félagi halda sína aðalfundi á næstu dögum og verða þá formlega lögð niður. Eftir þann gjörning verður efnt til annars fundar hjá Skagfirðingi og línur lagðar. 
 
Á fundinum voru gerðar nýjar samþykktir, rætt um nýtt lógó félagsins og var stjórninni falið að vinna það mál áfram. Einnig var rætt um framtíðina og hvað menn sjá fyrir sér. 
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...