Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dæmi um notkun á nýju merkingunni.
Dæmi um notkun á nýju merkingunni.
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna að undanfarin misseri. Merkinu er ætlað með skýrum og einföldum hætti að auðkenna íslenskt kjöt frá innfluttu og er ætlað fyrir vöðva og dýrari, gæðameiri bita.

Höskuldur Sæmundsson, verk­efnis­stjóri markaðsmála hjá LK, segir að markmiðið sé að auka sýnileika íslenska nautakjötsins.

Höskuldur Sæmundsson.

„Undanfarin ár hefur gæðum innlendrar framleiðslu fleygt áfram án þess að kannski árangurinn í að kynna það fyrir neytendum hafi fylgt jafn vel á eftir. Þannig er samkeppnin afar hörð þegar kemur að dýrari vöðvunum og verið er að flytja þá sérstaklega til landsins í stórum stíl. Þetta hefur verið að aukast mikið með aukinni útgáfu tollkvóta á nautakjöt til landsins. Sem dæmi sá maður nánast loftbrú til landsins með erlendar nautalundir núna fyrir jólin,“ segir Höskuldur.

Markmiðið er þannig að auka vitund neytenda bæði á uppruna en einnig að horfa á kosti innlenda kjötsins og aðra skurði.

„Já, við ætlum að horfa fyrst og fremst til vöðva og dýrari bita í þessari markaðssetningu. Merkið mun til dæmis ekki fara á hakk eða hamborgara enda sjaldgæft að erlent hakk fáist í matvöruverslunum, meðan erlendir kjötbitar eru þar í töluverðum mæli.“

Fyrirmyndir að þessu verkefni má sjá víða innan landbúnaðarins. Nærtækast er að nefna Icelandic Lamb og Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur. Að sögn Höskuldar er sótt í smiðju þessara merkja sem og erlendra fyrirmynda þegar kemur að þessu gæðakerfi. Víðast hvar séu það þó einmitt bændur sjálfir eða samtök í landbúnaði sem halda utan um þessi merki. Certified Angus er t.d. merki í eigu nautgripabænda í Bandaríkjunum og hefur náð gríðarlegum árangri í að tryggja ákveðin gæði til neytenda í krafti merkisins.

Þessa dagana er verið að koma vefsíðu í loftið og efni á samfélagsmiðla til að byrja að kynna þetta verkefni og frekari frétta er að vænta í náinni framtíð. Sem dæmi mun upplýsinga- og uppskriftasíða verða stór hluti af naut.is, vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar verður sett inn nýtt efni sérunnið um íslenskt nautakjöt af Hinriki Carl Ellertssyni mat­reiðslu­meist­ara og samstarfsfólki hans við Mennta­skólann í Kópa­vogi.

Merkinu hefur verið vel tekið af sláturleyfishöfum og verið er að kynna það fyrir öllum sem gætu nýtt það að sögn Höskuldar.

„Viðbrögðin hafa verið vonum framar, allir hafa séð þörfina fyrir svona merkingar og nú þegar er SS byrjað að nota þetta merki á tveimur vörum hjá sér og aðrir eru að skoða hvernig þeir getir nýtt þetta. Það skemmir auðvitað ekki fyrir að allir mega nota þetta án endurgjalds fyrst um sinn þannig að ef einhver vill vera með er ekkert annað að gera en setja sig í samband við mig og sækja um. Fyrir alla sem hafa áhuga á að fylgjast með er bara að finna okkur á samfélagsmiðlum og á naut.is innan tíðar,“ segir Höskuldur að lokum.

Skylt efni: nautakjöt, merkingar

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna m...

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð
Fréttir 26. júlí 2021

800.000 hektarar af skóglendi eldi að bráð

Gríðarlegir skógareldar geisa í kjölfar óvenjulegrar hitabylgju í Síberíu. Stjór...

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covi...

KS leggur til 200 milljónir króna
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveim...

Lífræn ræktun á Íslandi
Fréttir 22. júlí 2021

Lífræn ræktun á Íslandi

Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræ...

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar.

Allar hænur í lausagöngu
Fréttir 22. júlí 2021

Allar hænur í lausagöngu

Samkvæmt reglugerð um velferð alifugla verður notkun á hefðbundnum búrum hætt í ...

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt
Fréttir 21. júlí 2021

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undi...