Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum
Fréttir 15. mars 2017

Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við erum mjög ánægð með nýja tækið og aðrir bændur sem við þekkjum til og hafa fengið boðann til að gera tilraunir á honum með sínar kýr, hann svínvirkar og léttir okkur og bændum mikið störfin,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, fjósameistari í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
 
Fyrirtækið Landstólpi, sem er í eigu fjölskyldunnar á bænum, hefur sett á markað Burðarboða fyrir kýr. Boðinn er settur á halann á kúnni og lætur vita þegar kýrin er að fara að bera, ca 2–3 klst fyrir burð með því að senda eiganda SMS. Tækið nemur aukna virkni hjá kúnni og sendir fyrstu skilaboð þegar aukin virkni er búin að vera í klukkustund. Klukkutíma síðar sendir það svo önnur skilaboð um stöðuga tveggja klukkustunda virkni.
 
„Þessi nýjung kemur til með að létta bændum allt eftirlit með burði og tryggja þar með velferð gripanna betur,“ bætir Margrét Hrund við. Nýja tækið kostar 43.000 krónur. 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...