Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum
Fréttir 15. mars 2017

Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við erum mjög ánægð með nýja tækið og aðrir bændur sem við þekkjum til og hafa fengið boðann til að gera tilraunir á honum með sínar kýr, hann svínvirkar og léttir okkur og bændum mikið störfin,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, fjósameistari í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
 
Fyrirtækið Landstólpi, sem er í eigu fjölskyldunnar á bænum, hefur sett á markað Burðarboða fyrir kýr. Boðinn er settur á halann á kúnni og lætur vita þegar kýrin er að fara að bera, ca 2–3 klst fyrir burð með því að senda eiganda SMS. Tækið nemur aukna virkni hjá kúnni og sendir fyrstu skilaboð þegar aukin virkni er búin að vera í klukkustund. Klukkutíma síðar sendir það svo önnur skilaboð um stöðuga tveggja klukkustunda virkni.
 
„Þessi nýjung kemur til með að létta bændum allt eftirlit með burði og tryggja þar með velferð gripanna betur,“ bætir Margrét Hrund við. Nýja tækið kostar 43.000 krónur. 
Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...