Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum
Fréttir 15. mars 2017

Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við erum mjög ánægð með nýja tækið og aðrir bændur sem við þekkjum til og hafa fengið boðann til að gera tilraunir á honum með sínar kýr, hann svínvirkar og léttir okkur og bændum mikið störfin,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, fjósameistari í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
 
Fyrirtækið Landstólpi, sem er í eigu fjölskyldunnar á bænum, hefur sett á markað Burðarboða fyrir kýr. Boðinn er settur á halann á kúnni og lætur vita þegar kýrin er að fara að bera, ca 2–3 klst fyrir burð með því að senda eiganda SMS. Tækið nemur aukna virkni hjá kúnni og sendir fyrstu skilaboð þegar aukin virkni er búin að vera í klukkustund. Klukkutíma síðar sendir það svo önnur skilaboð um stöðuga tveggja klukkustunda virkni.
 
„Þessi nýjung kemur til með að létta bændum allt eftirlit með burði og tryggja þar með velferð gripanna betur,“ bætir Margrét Hrund við. Nýja tækið kostar 43.000 krónur. 
Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...