Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjórhjóladrifinn Subaru Outback með dísilvél.
Fjórhjóladrifinn Subaru Outback með dísilvél.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. apríl 2015

Nýr Subaru Outback, fólksbíll eða jepplingur?

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Allt frá því að bræðurnir Ómar og Jón Ragnarssynir sýndu með eftirminnilegum hætti hvað Subaru var góður bíll í rallý um 1980, keyrandi í mark til sigurs á þrem hjólum niður grófa brekkuna frá Gullkistu við Laugarvatn, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi Subaru. 
 
Þrátt fyrir að hafa aldrei átt Subaru hef ég fylgst vel með nýjum árgerðum og þegar kemur að breytingum á Subaru. Hinn 7. mars var frumsýndur nýr Outback og tók ég smá prufuakstur á bílnum.
 
Mikil breyting hvað varðar aðgengi að vélbúnaði til viðhalds
 
Alltaf hefur mér fundist sætin í Subaru góð og nú er komið rafmagn til að stilla sætið við hlið ökumanns og einnig er kominn hitari í aftursæti. Nýi Outback bíllinn fæst bæði með dísilvél (150 hestöfl) og bensínvél (175 hestöfl). Ég kaus að prófa dísilbílinn sem er með nýrri boxervél og þrátt fyrir kraftmikla vél er eyðslan ekkert mikil (uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 lítrar á hundraðið). Til þessa hefur ekki verið neitt sérstaklega gott aðgengi að vélbúnaði og öðru sem þarfnast viðhalds og sem dæmi er allt að hálfrar stundar verk að skipta um stöðuljósaperu í einstaka árgerðum af eldri Subaru. Allt aðgengi til viðhalds er framúrskarandi og mjög gott að koma hendi að öllum perum.
 
Hlaðinn öryggisbúnaði með 5 stjörnur frá Euro NCAP
 
Tvær myndavélar (nefnist EySight), eru hvor sínum megin við baksýnisspegilinn og snúa fram og er nefnt skynvætt öryggiskerfi. Þessi búnaður nemur það sem er fyrir framan bílinn og sem dæmi að ef hraðastillirinn er stilltur á 90 og maður nær bíl sem er á 70 hægir bíllinn sjálfkrafa á sér. Ef myndavélarnar sjá vegg, bíl, reiðhjól eða gangandi í akstursstefnu sem skapar hættu á árekstri gefur búnaðurinn merki til viðvörunar og ef þeirri viðvörun er ekki sinnt af ökumanni bremsar bíllinn sjálfkrafa. Þessar myndavélar virka líka sem akreinavari og gefa merki ef maður fer yfir punktalínu án þess að gefa stefnuljós, þó var ég var við að ég fékk viðvörun frá búnaðinum þar sem hann las krapahrygg sem punktalínu. Hönnun bílsins gagnvart hugsanlegum árekstri framan á bílinn er þannig að ef högg kemur framan á bílinn fer vélin undir bílinn en ekki í fætur ökumanns og farþega enda fékk Outback 5 stjörnur nýlega í árekstrarprófun. 
 
Kom á óvart í mjög grófum slóða
 
Sá kostur sem Subaru hefur fram yfir aðrar tegundir bifreiða er boxervélin. Með því að vera með boxervél er þyngdarpunkturinn neðar, bíllinn stöðugri og liggur almennt aðeins betur á malarvegum. Einnig er mjög langt milli hjóla á Outback og fyrir vikið fer hann betur með farþega sína á holóttum og grófum vegum og vegleysum, en Outback er óvenju langur miðað við sambærilega bíla, rúmir 4,8 metrar. Í prufuakstri mínum ók ég mjög grófan vegslóða og þegar ég sá hvað var fram undan hugsaði ég að nú væri gott að hafa lágt drif. Engin þörf var á lágu drifi, sjálfskiptingin skilaði bílnum áfram á hægri og mjúkri ferð yfir allar ójöfnurnar. Oft hef ég nefnt hversu vitlaus nýju dagljósalögin eru, en nóg er að vera með ljós að framan á daginn samkvæmt reglum. Outback er með svona búnað, en fram yfir marga aðra nýja bíla er hægt að kveikja full ljós og hafa takkann svoleiðis þegar bíllinn er yfirgefinn. Góður kostur fyrir þá sem vilja alltaf keyra með ljós. 
 
Fjölskylduvænn jepplingur
 
Verðið er mjög gott, en Outback er á verði frá 6.290.000 og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.bl.is. Að prufuakstri loknum velti ég því fyrir mér hvort Subaru Outback væri jepplingur eða fólksbíll. Niðurstaða mín er að miðað við það góða rými sem inni í bílnum er, öryggisútbúnað, kraft vélar og með þetta nýja drif flokka ég bílinn sem fjölskylduvænan jeppling.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.668 kg
Hæð 1.605 mm
Breidd 1.820 mm
Lengd 4.815 mm
Dráttargeta 1.800 kg

 

5 myndir:

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...