Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýr, stærri og betri SsangYong Rexton
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 11. febrúar 2019

Nýr, stærri og betri SsangYong Rexton

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í byrjun árs frumsýndi Bílabúð Benna nýjan og mikið breyttan SsangYong Rexton, alvöru jeppa sem byggður er á grind og er mikið breyttur frá síðustu árgerð.
 
Ég hugðist taka smá rúnt á bílnum og bera saman við fyrri árgerðirnar, en bíllinn var svo skemmtilegur að litli rúnturinn endaði í tæpum 300 km.
 
Lengri, breiðari, kraftmeiri og betur búinn
 
Fyrst þegar ég prófaði Rexton var vélin 151 hestafl, lengdin 4.300 mm. Næsti bíll var 178 hestöfl og 4.755 mm. langur, en nú er vélin orðin 181 hestafl og lengdin komin upp í 4.850 mm. Sem sagt stærri, kraftmeiri og þar sem að Rexton er einn af fáum jeppum sem byggður er á grind kemst hann í jeppaflokk í mínum skilningi (verður að vera byggður á grind og vera með hátt og lágt drif til að komast í flokk jeppa í mínum skilningi).
 
Tæknilega er bíllinn vel búinn og vandaður með mun meira af öryggisbúnaði og þægindum sé miðað út frá fyrri bílunum tveim sem ég prófaði í febrúar 2015 og apríl 2017.
 
220 volta tengill er í bílnum, en til að fá straum í tengilinn verður að kveikja á honum í mælaborðinu.
 
Öryggi og þægindi
 
Fyrst vil ég nefna öryggisþáttinn í bílnum, en í nýja bílnum eru 9 loftpúðar sem verja ökumann og farþega fyrir höggum í árekstri. Enginn annar jeppi eða jepplingur er með svona marga loftpúða, en helsta nýjungin er loftpúði fyrir framan hné ökumannsins, en ófá slysin hafa orðið á ökumönnum við árekstur þar sem hnén hafa tjónast við að klemmast undir mælaborði bíla.
 
Helstu hjálpartæki til öryggis í bílnum eru akreinalesari, blindhornsvari, sjálfvirk neyðarhemlun sem tengd er fjarlægðarskynjurum, skiltalesari sem les umferðarskilti og birtir í mælaborði. 
 
Meðal þæginda eru m.a. hiti í stýri, stór 9,2 tommu skjár með íslensku leiðsögukerfi, hiti og kæling í framsætum, 220 volta rafmagnstengill, ný tækni sem stjórnast af fjórum myndavélum sem auðveldar að leggja í stæði, en með þessari tækni er m.a. hægt að sjá bílinn í þrívídd sem virkar eins og að loftmynd sé tekin þrjá til fjóra metra upp og aftan við bílinn. 
 
Einnig er í bílnum skynjari sem segir bílstjóranum að stoppa og fá sér kaffi ef aksturinn er orðinn langur, en þá kviknar í mælaborðinu ljós með mynd af rjúkandi kaffibolla.
 
Í sjálfskipta bílnum er bakkgírinn í tveim þrepum, en hann skiptir sér upp þegar bakkað er hratt og langt.
 
Prufuaksturinn
 
Kaldur bíllinn var fljótur að hitna, eftir gangsetningu vélar á meðan gengið var hringinn í kringum bílinn og sópaður snjórinn af honum var kominn þokkalegur hiti inn í bílinn. Með hitann á stýrinu og sætishitann á var haldið af stað í bíltúr. Fyrst var tekin langkeyrsluprufa til að skoða eldsneytiseyðslu og samkvæmt bæklingi er bíllinn að eyða 8,3 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, á Reykjanesbrautinni var aksturstölvan að segja mér að mín eyðsla væri nálægt 7,7 lítrum á hundraðið, en það sem kom mest á óvart var lítið veghljóð inni í bílnum á 90 km hraða. Samkvæmt minni mælingu var hljóðstyrkurinn inni í bílnum að mælast á bilinu 65–67db, sem er óvenju lágt og bendir til að bíllinn sé afar vel hljóðeinangraður.  Hins vegar gæti það hjálpað að í bílnum er ný tegund mótorpúða sem eru olíufylltir og eiga að gefa minna hljóð og titring frá vél en hefðbundnir mótorpúðar úr gúmmíi.
 
Aðeins einn mínus
 
Eins og þeir sem þekkja mín skrif þá finnst mér að varadekkslausa bíla ætti að banna, en þessi bíll er varadekkslaus. Smá klór í „bjargarbakkann“ er að bílnum fylgir dekkjaviðgerðarsett sem á að vera hægt að laga til bráðabirgða dekk sem eru með allt að þriggja sentímetra rifu og er meiningin hjá Bílabúð Benna að kenna væntanlegum kaupendum á viðgerðarsettið. 
 
Margir bílar eru með þannig ljósabúnað að það þarf alltaf að kveikja og slökkva ljósin til að fá á bílana afturljósin, en SsangYong Rexton er þannig að nóg er að kveikja ljósin einu sinni og hafa þau alltaf kveikt því þau slokkna þegar bílnum er lokað þrátt fyrir að mælaborðið segi manni að slökkva ljósin þá er best að hunsa þessa beiðni.
 
Plúsarnir eru svo margir að þeir vega mun meira en þessi eini varadekks mínus og spurning um hreinlega að fjárfesta í aukadekki og felgu.
 
SsangYong Rekston er fáanlegur í þrem útgáfum til að byrja með á verði frá 6.990.000 upp í 8.990.000 krónur. Hægt væri að skrifa mun meira um þennan bíl, en sé áhugi á meiri fróðleik þá bendi ég á sölumenn Bílabúðar Benna eða á vefsíðunni www.benni.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 2.049 kg
Hæð 1.825 mm
Breidd 1.960 mm
Lengd 4.850 mm
Eldsneytistankur 70 lítrar
 

 

7 myndir:

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...