Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr sjö manna gjörbreyttur Nissan X-Trail á góðu verði
Á faglegum nótum 25. júní 2015

Nýr sjö manna gjörbreyttur Nissan X-Trail á góðu verði

Í mörg ár átti ég Nissan X-Trail sem þjónaði mér ágætlega sem jepplingur, en nú er kominn nýr X-Trail sem hægt er að fá í nokkrum útgáfum. Ég fékk fyrir skömmu til prufuaksturs hjá BL Nissan X-Trail Tekna Plus sjö sæta dísilbíl með 130 hestafla vél. 
 
Bíllinn sem ég prófaði er sá dýrasti með mestum útbúnaði og kostar 6.690.000, en ódýrasti fjórhjóladrifni X-Trail bíllinn er frá 5.890.000 og er þá fimm manna. Ódýrasti X-Trail bíllinn er hins vegar bara með framhjóladrifi og kostar frá 5.490.000.
 
Mikið lagt upp úr öryggi og þægindum farþega
 
Í nýja bílnum er greinilega lagt mikið upp úr öryggi, en bíllinn kemur með mörgum mjög gagnlegum öryggisbúnaði, fjarlægðarskynjarar framan og aftan, neyðarhemlunarbúnaði, akreinavara, 360 gráðu myndavélarbúnaði þegar lagt er í stæði, skynjar umferðarskilti og birtir í upplýsingarskjá, bakkmyndavél, bremsubúnaði sem heldur við í brekkum (hill start assist), stöðugleikakerfi, blindhornsvari o.fl. Það sem vakti mesta athygli mína var 360 gráðu myndavélabúnaðurinn sem kemur upp á upplýsingaskjáinn þegar bíllinn er settur í bakkgír. Að leggja bílnum í stæði með þessum búnaði er hrein snilld og mætti vera í fleiri bílum. Blindhornsvarinn var í bílnum sem ég prófaði, en er ekki í öllum X-Trail (er bara í Tekna bílnum sem ég prófaði). Blindhornsvarinn virkar þannig að lítið gult ljós kviknar þegar bíll eða mótorhjól er á blindhornssvæðinu sem maður sér ekki vel í hliðarspeglum (u.þ.b. 45 gráður frá afturhorni bíls). Þessi búnaður ætti að vera í öllum bílum og er að mínu mati eitthvað sem allir bílar verði með innan nokkurra ára.
 
Þægilegur í akstri, en tog vélar lítið
 
Allir X-Trail bílarnir sem eru fjórhjóladrifnir koma beinskiptir (þeir framhjóladrifnu með sjálfskiptingu). Það eina sem angraði mig við aksturinn á þessum bíl í prufuakstrinum var lítið tog vélarinnar á lágum snúningi, en þegar hægt var mikið á fyrir beygju þarf að skipta niður um gír til að maður píni ekki vélina í of háum gír út úr beygjunni (ósköp eðlilegt þar sem vélin er ekki nema 1598cc). Þegar ég ók bílnum á malbiki fannst mér bíllinn liggja vel á veginum og svara vel í beygjum (nánast eins og sportbíll) enda er Tekna á 19 tommu álfelgum. Á 19 tommu álfelgum á malarvegi eru bílar almennt ekki skemmtilegir og svo var um þennan (maður finnur fyrir nánast öllum smásteinum), allir X-Trail nema þessi sem ég prófaði eru á 17 tommu dekkjum sem gefa betur eftir og henta betur á malarvegum. 
 
Lítil dísilvélin sparneytin og hentar vel til langkeyrslu
 
Uppgefin meðaleyðsla á hundraðið er 5,3 lítrar í blönduðum akstri, en miðað við þann stutta prufuakstur sem ég tók tel ég að vel sé hægt að ná bílnum undir 5 lítrum í langkeyrslu sé hann ekki þunglestaður, en þar sem að vélin er ekki nema 1598cc er bíllinn ekkert sérstaklega hentugur til að draga þungar kerrur gagnvart eldsneytissparnaði. Farangursrými er gott og í skottinu er varadekk, þó ekki í fullri stærð, en ekki svo kallaður „aumingi“ (mætti kalla dekkið stóran aumingja). Miðað við verð og útbúnað í þessum bíl tel ég að kaup á X-Trail sé mjög góð fjárfesting. Í samanburði við gamla Nissan X-Trail bílinn sem ég átti er nánast ekkert sambærilegt, allt í nýja bílnum er betra og þægilegra og treysti ég mér ekki til að bera bílana saman nema með þeim orðum að þessi X-Trail er nýr og allt sem í honum er.
 
Helstu mál og upplýsingar:
Hæð: 1.695 mm
Breidd: 1.820 mm
Lengd: 4.653 mm
 

 

3 myndir:

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...