Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hér er Anna Guðný að taka við safnstjóralyklunum í byrjun sumars af Eyþóri Braga Bragasyni, fyrrum safnstjóra.
Hér er Anna Guðný að taka við safnstjóralyklunum í byrjun sumars af Eyþóri Braga Bragasyni, fyrrum safnstjóra.
Mynd / aðsend
Fréttir 21. júlí 2025

Nýr safnstjóri tekinn við

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anna Guðný Gröndal er nýtekin við sem safnstjóri á Minjasafninu á Bustarfelli. Bærinn er í dag safn þar sem gestir fá innsýn í lifnaðarhætti fólks frá árinu 1770 og allt til ársins 1966.

Anna Guðný er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á menningu, sögulegum minjum og safnastarfi. Áður hefur hún starfað við ýmiss konar menningarverkefni og leiðsögn, bæði innan safna og á öðrum vettvangi. Hún á 8 ára gamla dóttur, sem hefur einstaklega gaman af því að ferðast með mömmu sinni um landið og kynnast íslenskri náttúru og sögu.

Ánægja og heiður

En hvað kom til að Anna Guðný ákvað að sækja um stöðuna?

„Ég sá stöðuna auglýsta og fannst hún hljóma bæði spennandi og áhugaverð, svo ég ákvað að slá til og sækja um. Ég hef alltaf haft áhuga á menningu og sögu, og þetta virtist vera kjörið tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og læra meira. Mér líst afar vel á starfið því það er mjög fjölbreytt, enginn dagur eins og það er nóg að gera. Það er líka skemmtilegt að fá að kynnast bæði staðnum og fólkinu í kring. Það er mér bæði ánægja og heiður að fá að sinna þessu hlutverki hér á Bustarfelli í sumar,“ segir Anna alsæl með nýja starfið.

Bær í Hofsárdal í Vopnafirði

Fyrir þá sem ekki vita þá er Bustarfell bær í Hofsárdal í Vopnafirði og er talinn vera einn af best varðveittu torfbæjum landsins. Bærinn er í dag safn þar sem gestir fá innsýn í lifnaðarhætti fólks frá árinu 1770 og allt til ársins 1966, þegar búsetu í gamla bænum var hætt. Á staðnum er einnig notalegt kaffihús þar sem boðið er upp á kaffi og heimabakaðar kökur. Á staðnum eru líka nokkur dýr, sem gestum gefst kostur á að heilsa upp á. Safnið sameinar þannig söguna og notalega upplifun í fallegu umhverfi.

Mikill áhugi á safninu

Anna Guðný segir að rekstur Burstafells gangi almennt vel þó að safnið sé auðvitað, líkt og mörg önnur söfn, að vinna með takmarkað fjármagn og mönnun. „Það sem skiptir mestu máli er að áhugi almennings og ferðamanna er mikill, og við finnum fyrir auknum straumi gesta og áhuga á menningararfi. Gestum finnst torfbærinn sjálfur mjög áhugaverður, bæði hversu stór hann er og sú staðreynd að fólk bjó þar allt fram til ársins 1966. Handverkið og þau störf sem stunduð voru á staðnum vekja líka mikinn áhuga, og þá sérstaklega álfkonudúkurinn, sem margir telja með merkari munum safnsins. Umhverfið í kring er fallegt og friðsælt, og á góðviðrisdegi finnst fólki notalegt að gera sér dagamun og koma á safnið, fá sér kaffi og heilsa upp á dýrin í girðingunni,“ segir Anna Guðný.

1.500 til 2.500 gestir á sumri

En hvað koma margir gestir á safnið á sumrin? „Á síðustu árum hafa komið á safnið á bilinu 1.500 til 2.500 gestir yfir sumarið. Meirihluti gesta eru erlendir ferðamenn, en Íslendingar eru þó líka duglegir að koma, bæði til að skoða safnið og njóta kaffihússins. Bustarfellsdagurinn, sem haldinn er í júlí, dregur alltaf að sér stóran hóp Íslendinga, og þá er safnið líflegt af heimafólki og gestum af svæðinu,“ segir Anna Guðný.

Allir í Bustarfell í sumar

Að lokum hvetur Anna Guðný alla til að leggja leið sína á Bustarfell í sumar. Það sé einstakt tækifæri til að stíga inn í liðna tíð, kynnast menningararfi þjóðarinnar og njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar sem staðurinn hefur upp á að bjóða. „Vonandi sjáum við sem flesta, hér eru allir meira en hjartanlega velkomnir,“ segir Anna Guðný að lokum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...