Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Renault Captur með 1200 rúmsentimetra bensínvél.
Renault Captur með 1200 rúmsentimetra bensínvél.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 31. ágúst 2017

Nýr Renault Captur með 120 hestafla bensínvél

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir réttum tveimur árum (fimmtudaginn 13. ágúst 2015) prófaði ég og skrifaði um Renault Captur dísil með 90 hestafla dísilvél. Þá var mér tjáð af sölumanni BL að væntanlegur væri Captur með bensínvél sem ætti að vera töluvert kraftmeiri. Nú er bíllinn kominn og ég prófaði hann fyrir skömmu og varð ekki fyrir vonbrigðum með útlitsbreytingar og kraft.
 
Fyrri bíllinn fannst mér vera eins og ég orðaði það; „hár að aftan, niðurlútur að framan og númeraplatan eins og ýtutönn sem væri næstum niðri á snjómoksturstæki.“
 
Útlitsbreytingar taka sig vel út á nýja bílnum
 
Í nýja bílnum er búið að færa númerafestinguna ofar sem gefur framendanum upplyftingu. Einnig eru dagljósin að framan orðin skærari, lýsa betur og það besta er að nú er bíllinn með kveikt á ökuljósunum að framan. Ég hef aldrei skilið af hverju bílar sem eru bara með dagljós að framan eru einfaldlega leyfðir í umferð þar sem lög kveða á um að ljósaskylda sé allan hringinn. Ég efa að kvörtun mín á varadekksleysi fyrri bílsins hafi orðið til þess að nú er komið varadekk í Captur, enda býður íslenskt vegakerfi ekki upp á að aka um án varadekks. 
 
Stórlækkað verð
 
Fyrir tveim árum kostaði ódýrasti Capturinn 3.490.000 og sá dýrasti 3.790.000, en nú er ódýrasti dísilbíllinn á 2.890.000 og dýrasti dísilbíllinn á 3.190.000, en bensínbíllinn sem prófaður var kostar 3.390.000. 
 
Að flestu leyti eru bílarnir eins, en að keyra bílana er mikill munur á krafti og snerpu. Svona lítill og léttur bíll með 120 hestafla vél hreinlega stekkur af stað þegar botnað er úr kyrrstöðu. Þó finnst mér heldur minna pláss til að skipta um perur og annað í nýja bílnum þó að útlitið ofan í vélarsalinn sé nánast það sama. Sennilega eru bara mínar hendur orðnar gamlar og bólgnar.
 
Uppgefin eyðsla 5,5 lítrar
 
Uppgefin eyðsla af bensíni í blönduðum akstri er 5,5 lítrar á hundraðið, en ég náði bílnum ekki neðar en í 7,8 lítra á hundraðið á þessum tæpu 90 kílómetrum sem ég ók í blönduðum akstri. Annars var ég ánægður með bílinn, allar breytingar sem ég fann á milli bíla voru til hins betra og pláss fyrir farþega gott, sæti þægileg, en farangursrýmið er enn í minna lagi. 
 
Litaval á Captur er mikið og telst mér til að hægt sé að fá bílinn í 14 mismunandi litum. Eins og í mörgum bílum sem ég hef prófað þá er ég ekki hrifinn af stórum felgum með dekk sem hafa lágan prófíl. Ef ég sé möguleika á að minnka felgur þá mæli ég hiklaust með því þar sem belgmeiri dekk eru bæði ódýrari og gefa mun betri fjöðrun á veturna og malarvegum. 
 
Eftir að hafa skoðað pláss á þessum bíl tel ég líklegt að hægt sé að minnka felgurnar niður í 15" úr 17", en allavega komast 16" felgur auðveldlega undir bílinn.
 
Lokaorð mín eru: Fínn bíll á góðu verði, en nánar er hægt að fræðast um bílinn á vefsíðu Bl á slóðinni www.bl.is .
 
Helstu mál og upplýsingar
 
Hæð 1.566 mm
Breidd 1.778 mm
Lengd 4.122 mm
 
 

 

6 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...