Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr rektor á Hvanneyri
Fréttir 11. júlí 2014

Nýr rektor á Hvanneyri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála tímabundið sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands frá 1.ágúst nk. til 31. desember nk. Þessi skipan kemur í framhaldi af ákvörðun sem tekin var á fundi háskólaráðs LbhÍ síðast liðinn þriðjudag.

Á þeim fundi var eftirfarandi samþykkt gerð: „Skipunartíma núverandi rektors Landbúnaðarháskóla Íslands lýkur 31. júlí nk. Fyrir liggur að hann sækist ekki eftir endurráðningu á nýju skipunartímabili. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, ber háskólaráði við þessar aðstæður að undirbúa tilnefningu nýs rektors.


Í ljósi þessa leggur háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands til við mennta- og menningarmálaráðherra að Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála verði með heimild í 24. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, settur í embætti rektors til 31. desember nk. Háskólaráðið mun þegar hefja undirbúning að tilnefningu nýs rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem ráðherra skipar til fimm ára frá og með 1. janúar 2015. Háskólaráð hefur ákveðið að starfið verði auglýst opinberlega.


Háskólaráð hefur skipað sérstaka undirbúningsnefnd sem í sitja Sigríður Hallgrímsdóttir, Bjarni Stefánsson og Hilmar Janusson sem mun undirbúa ráðningarferlið. Gert er ráð fyrir að auglýsa starfið í byrjun september. Stefnt er að því að niðurstaða um ráðningu nýs rektors liggi fyrir í desember“

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...