Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr rektor á Hvanneyri
Fréttir 11. júlí 2014

Nýr rektor á Hvanneyri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála tímabundið sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands frá 1.ágúst nk. til 31. desember nk. Þessi skipan kemur í framhaldi af ákvörðun sem tekin var á fundi háskólaráðs LbhÍ síðast liðinn þriðjudag.

Á þeim fundi var eftirfarandi samþykkt gerð: „Skipunartíma núverandi rektors Landbúnaðarháskóla Íslands lýkur 31. júlí nk. Fyrir liggur að hann sækist ekki eftir endurráðningu á nýju skipunartímabili. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, ber háskólaráði við þessar aðstæður að undirbúa tilnefningu nýs rektors.


Í ljósi þessa leggur háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands til við mennta- og menningarmálaráðherra að Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála verði með heimild í 24. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, settur í embætti rektors til 31. desember nk. Háskólaráðið mun þegar hefja undirbúning að tilnefningu nýs rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem ráðherra skipar til fimm ára frá og með 1. janúar 2015. Háskólaráð hefur ákveðið að starfið verði auglýst opinberlega.


Háskólaráð hefur skipað sérstaka undirbúningsnefnd sem í sitja Sigríður Hallgrímsdóttir, Bjarni Stefánsson og Hilmar Janusson sem mun undirbúa ráðningarferlið. Gert er ráð fyrir að auglýsa starfið í byrjun september. Stefnt er að því að niðurstaða um ráðningu nýs rektors liggi fyrir í desember“

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...