Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr rektor á Hvanneyri
Fréttir 11. júlí 2014

Nýr rektor á Hvanneyri

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála tímabundið sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands frá 1.ágúst nk. til 31. desember nk. Þessi skipan kemur í framhaldi af ákvörðun sem tekin var á fundi háskólaráðs LbhÍ síðast liðinn þriðjudag.

Á þeim fundi var eftirfarandi samþykkt gerð: „Skipunartíma núverandi rektors Landbúnaðarháskóla Íslands lýkur 31. júlí nk. Fyrir liggur að hann sækist ekki eftir endurráðningu á nýju skipunartímabili. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, ber háskólaráði við þessar aðstæður að undirbúa tilnefningu nýs rektors.


Í ljósi þessa leggur háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands til við mennta- og menningarmálaráðherra að Dr. Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála verði með heimild í 24. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, settur í embætti rektors til 31. desember nk. Háskólaráðið mun þegar hefja undirbúning að tilnefningu nýs rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sem ráðherra skipar til fimm ára frá og með 1. janúar 2015. Háskólaráð hefur ákveðið að starfið verði auglýst opinberlega.


Háskólaráð hefur skipað sérstaka undirbúningsnefnd sem í sitja Sigríður Hallgrímsdóttir, Bjarni Stefánsson og Hilmar Janusson sem mun undirbúa ráðningarferlið. Gert er ráð fyrir að auglýsa starfið í byrjun september. Stefnt er að því að niðurstaða um ráðningu nýs rektors liggi fyrir í desember“

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...