Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr og mikið breyttur Suzuki Vitara
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 29. september 2015

Nýr og mikið breyttur Suzuki Vitara

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Frá því í vor hef ég ætlað að prófa nýja Suzuki-jepplinginn, en nú er Suzuki Vitara orðinn fyrir mér að jepplingi, en var áður í mínum huga jeppi. Tvisvar hef ég prófað eldri árgerðirnar af Suzuki Vitara og líkaði vel þar sem eldri bílarnir voru byggðir á grind og með hátt og lágt drif. 
 
Nú er kominn nýr Vitara og mikið breyttur, ekki lengur byggður á grind og ekkert lágt drif, en þrátt fyrir þessar breytingar varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
 
Hraðastillirinn virkar vel
 
Ég ákvað að renna austur fyrir fjall og prófa bílinn í langkeyrslu þar sem að í einstaka tilfellum hefur mér ekkert líkað vel við bíla í langkeyrslu. Á leiðinni var umferðin á réttum 90 og því stillti ég hraðastillinn á 95 til að ná næsta bíl á undan, en hraðastillirinn (cruse control), er með búnað sem hægir sjálfkrafa á bílnum ef bíllinn fyrir framan fer hægt og eykur hraðann ef bíllinn fyrir framan gerir það.
 
Þegar ég var kominn austur fyrir Selfoss sá ég að bíll með hestakerru beygði upp Skeiðavegamót og fór ég á eftir honum til að prófa betur hraðastillinn. Hestakerrubíllinn ók á um 70 kílómetra hraða og viljandi stillti ég hraðastillinn aftur á 95 km. Þegar ég náði bílnum hægði Vitaran sjálfkrafa á sér, en þegar ég gaf stefnuljós til að taka fram úr fór Vitaran sjálfkrafa upp í 95 og hélt þeim hraða þar til að ég var vel kominn fram úr bílnum að ég lækkaði hraðann. Á leiðinni til baka þegar ég kom að hringtorginu við Hveragerði og ég með hraðastillinn á 90 bremsaði skyndilega bíllinn fyrir framan mig löngu áður en hann kom að hringtorginu. Hraðastillirinn í bílnum hjá mér las þetta og bremsaði líka.
 
Eftir því sem ég ók lengra líkaði mér bíllinn betur og betur
 
Á einum stað fannst mér eins og bíllinn væri laus á veginum (rásaði örlítið), ég prófaði að slá af en sama sagan. Næst var bara að prófa hina leiðina, „kitla pinnann aðeins“, og þegar hraðamælisnálin sýndi vel hægra megin við 100 var bíllinn eins og límdur við veginn.
 
Ef eitthvað er, þá fannst mér bíllinn liggja betur á 100+ en á 80 km hraða. Eftir um 100 km akstur var kominn tími á að snúa við og halda heim þó svo að ég hefði gjarnan viljað fara lengra. 
Í langkeyrslu var ég að eyða um 6 lítrum á hundraðið, en uppgefin eyðsla samkvæmt bæklingi er um 5,6–5,7. 
 
Í innanbæjarkeyrslunni var ég að eyða nálægt 7,6 á meðalhraðanum 27. Á milli sætanna er takki sem maður getur snúið á SPORT (snúa til hægri) eða SNOW (til vinstri), en ýtt á takkann niður fyrir AUTO (meðalakstur). Með stillt á SPORT er mun skemmtilegra að keyra bílinn innanbæjar. Ein stilling er svo Lock, en hana prófaði ég ekki. 
 
Mikið af öryggisbúnaði
 
Bíllinn sem ég prófaði var með 1,6 lítra bensínvél sem á að skila 120 hestöflum. Beinskiptur með 5 gíra kassa. Í bílnum er meðal annars 7 öryggisloftpúðar, sérstakir styrktarbitar í hurðum, brekkuhaldari (hill holder), brekkuaðstoð sem virkar sem bremsa niður brattar brekkur og áðurnefndur hraðastillir með hemlaskynjun.
Hægt er að fá Suzuki Vitara í 14 mismunandi litaafbrigðum. Einnig er Suzuki Vitara fáanlegur með 1,6 lítra dísilvél sem á að skila 120 hestöflum. Ódýrasti Suzuki Vitara bíllinn (eins og ég prófaði) kostar 4.860.000, en sá dýrasti 6.150.000.
 
Vantar fullvaxið varahjól og alvöru dagljósabúnað
 
Það voru ekki margir hlutir sem ég fann að þessum jepplingi, en ég hefði viljað sjá „fullvaxið“ varadekk, en ekki aumingjadekk. Einnig að bíllinn sé með alvöru dagljósabúnað, en ekki þessar ljóstírur að framan sem eru ekki ásættanlegar í þoku og engin afturljós. Ég gáði ekki að mér í þoku á Hellisheiðinni fyrr en að ég var blikkaður af bíl sem kom á móti.
 
Margir kostir
 
Kostirnir eru margir, góður á malarvegi, heyrist lítið veghljóð inn í bílinn, krafturinn er fínn og virkilega gaman að keyra bílinn, sérstaklega ef maður hefur sportstillinguna á.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.160 kg
Hæð 1.610 mm
Breidd 1.775 mm
Lengd 4.175 mm
 

 

6 myndir:

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...