Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
McCormick X5.
McCormick X5.
Mynd / HJL
Á faglegum nótum 29. febrúar 2016

Nýr ódýr McCormick X5 og lipur JCB-smáhjólaskófla

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það eru nokkur ár síðan ný McCormick dráttarvél var flutt til landsins. Sturlaugur Jónsson & Co hefur tekið við umboðinu á  McCormick og flutti fyrir skömmu inn McCormick X5 Power Shuttle. 
 
Ég skrapp fyrir stuttu í heimsókn í Sturlaug Jónsson & Co og skoðaði vélina áður en vélin var send norður í Aðaldal. Þess ber að geta að ég ók vélinni ekkert, en sat inni í henni með vélina í gangi og skoðaði vel sjáanlega kosti vélarinnar.
 
Hestöflin mörg miðað við stærð vélar
 
Margt er sniðugt og virðist við fyrstu sýn vera jákvætt í hönnun vélarinnar samanber að ámoksturstækin eru með þægilegu hraðtengi sem auðvelt er að tengja og aftengja. Aflúrtak er 540, 750 og 1000 snúningar á mínútu, vökva vendigír, rafstýrð innsetning á fjórhjóladrifi, vökvastýrðar driflæsingar, 230V tengill fyrir rafmagnsverkfæri, vökvaúrtak fyrir vagnhemla. Aðgengi að vél til viðhalds er mjög gott og þrátt fyrir að vélin virðist ekki stór þá skilar Perkings-vélin 113 hestöflum. Bremsurnar eru í glussa en ekki á drif eins og í mörgum vélum og því mun minni hætta á að brjóta öxla þegar stigið er á bremsur.
Útsýni gott úr stýrishúsi
 
Það fyrsta sem maður sér þegar maður ætlar upp í stýrishúsið er lítill rauður rofi sem er til að slá út öllu rafmagni á vélinni (ætti að mínu mati að vera skyldubúnaður á öllum dráttarvélum). Að sitja inni í vélinni hefur maður gott útsýni til allra átta, en nánast öll stjórntæki eru hægra megin í stýrishúsi þar sem stjórnandi hefur góða yfirsýn á stjórnborðið. Stýrishúsið er ágætlega hljóðeinangrað,ökumannsstóllinn er mjög þægilegur og nefnist Delux ökumannsstóll, loftkæling er í ökumannshúsi, klappstóll fyrir farþega. 
 
Gott verð miðað við stærð og hestöfl
 
Heiti vélarinnar sem ég skoðaði er  McCormick X5. 40 4X4 Power Shuttle, 113 hestöfl. Verðið á vélinni er frá 8.760.000 + vsk. 
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 3.650 kg
Hæð 2.600 mm
Breidd 2.110 mm
Lengd 4.160  mm
 
 
Lipur og liðstýrð JCB-smáhjólaskófla
 
Í síðustu viku ók ég fram hjá fyrirtæki vinar míns og sá að hann var búinn að bæta í flotann hjá sér lítilli hjólaskóflu. 
Að fá gripinn til að prófa var auðsótt mál og fór ég á vélinni heim til mín og mokaði snjóinn á bílaplaninu við raðhúsið sem ég bý.
 
Dugleg lítil vél
 
JCB 409-smáhjólaskóflan hentaði vel til snjómoksturs á bílastæðinu. Hraðinn á moksturstækjunum er mjög góður, fljótlegt að hífa og sturta úr skóflunni miðað við aðrar vélar sem ég hef prófað. Vélin var lipur til snjómoksturs og hægt að moka mjög nákvæmt með henni. Snjórinn við raðhúsið var mikið til orðinn að klaka, en vélin var í litlum vandræðum að skafa og brjóta upp klakann. Vissulega er skóflan frekar mjó og lítil sem snjóskófla, en í staðinn skefur hún vel á því litla svæði sem hún mokar á. 
 
Verð og búnaður
 
Vélin heitir JCB 409 og er með 74 hestafla vél, vigtar 5.926 kg, kemur með skóflu og göfflum fyrir vörubretti. Hámarkshraði er 40 km á klukkustund, glussadrifin með tvöföldu glussakerfi þannig að ef auka þarf kraft til vinnutækja framan á vélinni hefur það ekki áhrif á drifbúnaðinn. T.d. ef verið er að vinna með sóp eða snjóblásara framan á vélinni er hægt að auka hraðann á sópnum/snjóblásaranum einum og sér. JCB 409 kostar rétt undir 10.000.000 fyrir utan vsk. Umboðsaðili er Vélfang sem hefur verið með umboðið fyrir JCB síðan 2009.
 

Skóflan er ekkert sérstaklega stór, en skefur og brýtur klaka vel.

5 myndir:

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...