Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá undirskrift samningsins um nýja miðbæinn. Frá vinstri: Elliði Vignisson bæjarstjóri, Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, og Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs.
Frá undirskrift samningsins um nýja miðbæinn. Frá vinstri: Elliði Vignisson bæjarstjóri, Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, og Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs.
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. janúar 2024

Nýr miðbær byggður upp í Þorlákshöfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nú styttist í að framkvæmdir fari að hefjast við nýjan miðbæ í Þorlákshöfn.

Þar verða meðal annars 140 íbúðir, auk verslana og þjónusturýma, hótels, menningarsalar og veitingastaða. Skrifað var undir samkomulag um miðjan desember um byggingu miðbæjarins á milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Fasteignafélagsins Arnarhvols. Samkomulagið miðar við að hönnun hefjist strax og fyrstu byggingarnar verði fullbúnar fyrir lok ársins 2025 eða fyrri hluta 2026.

Fimm hundruð ný störf

„Þorlákshöfn hefur verið að vaxa mjög hratt á síðustu árum. Hér er sótt á forsendum verðmætasköpunar og á næstu fimm árum er fyrirhugað að störfum fjölgi um allt að fimm hundruð, mest vegna umhverfisvænnar matvælaframleiðslu, vaxandi ferðaþjónustu og nýsköpunar.

Við lítum á það sem mikilvægan þátt í uppbyggingaráformum okkar að styðja við það sterka mannlíf sem hér er og auka þjónustu við íbúa og gesti. Þar getur vel heppnaður miðbær leikið lykilhlutverk.
Það eru því forréttindi að fá til liðs við okkur fyrirtæki eins og Arnarhvol sem deilir með okkur trúnni á þetta samfélag,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Aðeins hálftíma frá Reykjavík

Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri Arnarhvols, er mjög spenntur fyrir nýja miðbænum og öllu því sem er að gerast í Ölfusi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá nokkrum manni hversu mjög Ölfus og Þorlákshöfn hafa styrkst á seinustu árum.

Ekki eingöngu fjölgar íbúum heldur eru stór og sterk fyrirtæki að velja sér hér framtíðarstaðsetningu sem skapar sérstöðu og velsæld. Til viðbótar við það þá er Þorlákshöfn ekki í nema rétt um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík,“ segir Karl og heldur áfram:

„Sveitarfélagið hyggur á enn frekari sókn og eflingu innviða svo sem með því að byggja fjölnota íþróttahús, byggja nýjan leikskóla, stækka höfnina, byggja íbúðir fyrir eldri borgara og efla enn frekar sundlaugina.

Þorlákshöfn er því orðin frábær valkostur fyrir ungt fólk sem vill njóta þess að ala upp börn í nánu samfélagi við hátt þjónustustig. Á þeim forsendum leggjum við í þetta samstarf.“

Skylt efni: Þorlákshöfn

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...