Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla matráðar á bændabýlum undir samninginn. 
 
Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. 
 
6,2% hækkun frá 1. janúar 2016
 
Nýi samningurinn er í raun uppfærsla af samningi sem undirritaður var 2015 og tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á samningum á hinum almenna vinnumarkaði í upphafi árs. Þannig hækka laun frá 1. janúar 2016 um 6,2% og mótframlag í lífeyrissjóð hækkar næstu árin með sama hætti og í öðrum störfum á almenna markaðnum. Nýja samninginn má sjá á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: Kjaramál | kjarasamningar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...