Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla matráðar á bændabýlum undir samninginn. 
 
Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. 
 
6,2% hækkun frá 1. janúar 2016
 
Nýi samningurinn er í raun uppfærsla af samningi sem undirritaður var 2015 og tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á samningum á hinum almenna vinnumarkaði í upphafi árs. Þannig hækka laun frá 1. janúar 2016 um 6,2% og mótframlag í lífeyrissjóð hækkar næstu árin með sama hætti og í öðrum störfum á almenna markaðnum. Nýja samninginn má sjá á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: Kjaramál | kjarasamningar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...