Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr jepplingur í átta útfærslum
Mynd / HJL
Fræðsluhornið 14. september 2015

Nýr jepplingur í átta útfærslum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir ekki löngu síðan prófaði ég Renault Captur og lét vel af þeim bíl. Þegar ég skilaði þeim bíl var mér sagt frá því að væntanlegur væri jepplingur frá Renault. Nú er kann kominn og prófaði ég grip- inn um síðustu helgi.

Renault Kadjar er fáanlegur í átta mismunandi útfærslum, bæði eindrifsbíll og fjórhjóladrifinn.

Kaus að prófa eindrifs bíl með miklum þægindum

Ódýrasti Kadjar bíllinn er framhjóla- drifinn, beinskiptur með 1500cc dísilvél og skilar 110 hestöflum, hann kostar 3.990.000. Sá dýrasti er fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur með 1600cc dísilvél sem á að skila 130 hestöflum og kostar  5.590.000.

Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með 110 hestafla vél og kostar 4.790.000. Vinnslan er töluvert betri en í Renault Captur enda 20 hestöflum kraftmeiri, en búnaður inni í bílnum er mjög svipaður.

Ég hef alltaf verið hrifinn af sætum í Renault, þau eru þægileg, sérstaklega í langkeyrslu. Í Kadjar er sjálfvirkur búnaður sem lækkar sjálfkrafa háu ljósin úti á vegum í myrkri og ég hef aldrei haft tæki- færi til að prófa þennan búnað sem er í sumum nýjum bílum sem skipt- ir niður háuljósunum sjálfkrafa þegar bíll kemur á móti. Satt best að segja eftir þessa stuttu reynslu af þessum búnaði þá segi ég bara; svona búnaður ætti að vera í öllum bílum.

Lengri prufuaksturinn

Bíllinn er hreinlega hlaðinn af öryggisbúnaði og þægindum sem ekki er pláss fyrir í upptalningu hér í þessum stutta pistli. Ég ók bíln- um rúmlega 200 km og eftir því sem lengra leið á aksturinn varð ég hrifnari og hrifnari af bílnum.

Í bílnum er akreinalesari  sem les punktalínuna á miðjum veg- inum jafnt sem í kantinum bæði í dagsbirtu og myrkri, en rautt ljós kviknar í hliðarspeglinum ef maður ekur yfir miðjulínuna. Einnig er skynjari sem nefndur er blindhornsskynjari sem varar mann við ef bíll er í blinda horninu ef verið er að skipta um akrein. Þessi búnaður Þessi búnaður virkar vel þar sem ég reyndi bún- aðinn eitt sinn þegar ég vissi af bíl í blinda svæðinu við mig á þriggja akreina götu í  Reykjavík.

Það var bara þrennt sem ég var óánægður með. Flókin tölvan  sem sem stjórnar útvarpi, GPS og fleiru. Ekki nógu gott útsýni beint aftur í baksýnisspeglinum og varadekkið sem er það sem ég kalla „aumingja“ og var loftlaust í þokkabót.

Eyðslan lítil þrátt fyrir að hafa ekki verið í neinum sparakstri

Eftir rúmlega 200 km á meðal- hraða upp á 66 km á klukkustund var eyðslan hjá mér ekki nema 4,9 lítrar á hundraðið og það á sjálfskipt- um bíl. Mér finnst það harla gott, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri á bílnum sem ég prófaði er 3,8 lítrar við bestu aðstæður.

Utanaðkomandi hljóð eru mjög lítil, næstum engin veghljóð og á malarvegi   heyrist   nánast  ekkert virkar vel þar sem ég reyndi bún- aðinn eitt sinn þegar ég vissi af bíl í blinda svæðinu við mig á þriggja akreina götu í  Reykjavík.

Nemar eru í öllum hjólbörðum sem  sýna  loftþrýsting  í  dekkjum og er hægt að kalla fram mynd af öllum fjórum dekkjunum sem sýnir loftþrýstinginn í hverju dekki fyrir sig. Eftir að hafa prófað þennan bíl og lesið um allar hinar 7 tegundirnar tel ég að vænlegasti landsbyggðarbíllinn af þessum átta tegundum sé Renault Kadjar Expression 4wd með 130 hestafla vél. Hann  kostar 4.990.000. Allar nánari upplýsingar um Kadjar má finna á vefsíðu BL á slóðinni www.bl.is.

 

6 myndir:

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...