Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr ISUZU D-Max með bættri vél og meiri dráttargetu
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 18. janúar 2016

Nýr ISUZU D-Max með bættri vél og meiri dráttargetu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Tvisvar hef ég prófað ISUZU D-Max og ritað um það hér í blaðinu (28.01. 2010 og 08.05.2014). Þegar ég fregnaði að væri komin nýrri og endurbætt útgáfa af D-Max vildi ég prófa muninn á honum og eldri árgerðunum. Hægt er að fá bílinn bæði beinskiptan og sjálfskiptan.
 
Bíllinn sem ég prófaði var LUX útgáfan, með leðursæti og sjálfskiptur. Persónulega mundi ég velja bíl sem væri ekki með leðursæti og beinskipta bílinn með 6 gíra kassanum, en ég hef alltaf verið meira fyrir beinskipta bíla fremur en sjálfskipta þar sem að ég á í vandræðum með sjálfan mig þegar ég keyri sjálfskipta bíla sem felst í því að ég er að keyra of hratt sökum þæginda við akstur þeirra. Neikvæðni mín gagnvart leðursætum er að þau eru einstaklega köld á veturna og að mér finnst ég svitna svo mikið á bakinu í leðursætum á sumrin. 
 
Vélin með meira tog og tvær forþjöppur
 
Nýja vélin er 2,5 lítra 163 hestafla dísilvél sem skilar 400 Newtonmetra (nm) togi við 1.400 til 2.000 snúninga og eyðir samkvæmt bæklingi ekki nema 8,4 lítrum af dísil í blönduðum akstri. Ekki tókst mér að eyða svona litlu í blönduðum akstri í prufuakstrinum með tóman bíl, en ég var að eyða rétt tæpum 9 lítrum á hundraðið á meðalhraðanum 26 á þeim 70 km sem ég ók bílnum. Að mínu mati ekki slæmt þar sem bíllinn er stór, þungur og ekki bestu akstursskilyrði á köldum vetrardegi.
 
Upplagður til að draga þungar kerrur
 
Þessi nýja vél gerir það að nú má bíllinn draga 3.500 kg vagn sem er útbúinn bremsubúnaði (síðasti D-Max sem ég prófaði í maí 2014 mátti bara draga 3.000 kg vagn). Hér virðist vera kominn bíll sem ætti að henta vel til að draga hestakerrur, en þar sem ekki var krókur á bílnum sem ég prófaði gat ég ekki prófað léttleika bílsins með þunga kerru aftan í honum. Pallurinn er stór og samkvæmt minni mælingu var hann 154 cm á breidd, 155 cm langur lokaður og með opinn gaflinn er hann 211 cm. Heildarburðargeta bílsins er rúmt tonn (sama og í síðustu árgerð).
 
Allar endurbætur góðar, en hefði viljað betri sjálfskiptingu
 
Eins og í fyrri bílum er bíllinn svolítið klossaður við þröngar aðstæður þegar hann er í fjórhjóladrifinu s.s. að bakka í stæði, en um leið og tekið er úr fjórhjóladrifinu verður bíllinn mun liprari. Skriðvörnin er mun betri í nýja bílnum en þeim gamla og ekki ósvipuð og í L200 bílnum sem ég prófaði fyrir um mánuði síðan. Um leið og bíllinn fer að snúast í hálku bremsar hann á annað framhjólið til að rétta sig af. Sjálfskiptingin er 5 þrepa (hefði viljað 6 eða 7 þrepa skiptingu), en maður finnur vel þegar bíllinn skiptir um gír í akstri. Hins vegar mundi ég vilja beinskiptan bíl frekar, bæði upp á að draga þungar kerrur og að beinskiptir bílar eyða minna eldsneyti.
 
Verðið er frá 5.790.000 fyrir beinskiptan vinnuþjark
 
Verðið á ISUZU D-Max er mjög gott (hefur lækkað frá 2014), en ódýrasti bíllinn kostar 5.790.000 beinskiptur, 163 hestöfl, með venjulegum áklæðum í innréttingu, en bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með leðurinnréttingu og kostar 7.090.000. Einnig var í sýningarsalnum hjá BL breyttur D-Max á 35" dekkjum með húsi og fl. sem er verðlagður á 9.960.000. Bíllinn sem ég prófaði var á 16" felgum, en samkvæmt bæklingi á sá bíll að koma á 17" felgum. Persónulega er ég hrifnari af 16 tommu felgunum þar sem að betri fjöðrun er í þeim bílum, en ekkert mál er að setja beint undir bílinn 32" dekk án þess að breyta neinu.
 
Helstu mál og upplýsingar:
Hæð: 1.795 mm
Breidd: 1.860 mm
Lengd: 5.295 mm
Þyngd: 1.982 kg
 

 

6 myndir:

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...