Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Fréttir 29. desember 2014

Nýr heiðurskonsúll Rússlands skipaður á Sauðárkróki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, hefur skipað Ólaf Ágúst Andrésson heiðurskonsúl, eða ræðismann, Rússlands á Sauðárkróki en embættið nær um norðanvert landið frá Ísafirði til Egilsstaða.

Við athöfnina sagði sendiherrann að í ár væru 100 ár liðin frá því að fyrsti ræðismaður Rússlands hefði verið skipaður í embætti og af því mætti sjá að samskipti og vinátta landanna væru bæði byggð á gömlum merg og væru trygg.

Á meðal verkefna ræðismanna er að gæta hagsmuna sendiríkis og ríkisborgara, jafnt einstaklinga sem lögaðila í viðtökuríkinu, innan þeirra takmarka sem þjóðaréttur setur, stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti, gefa út vegabréf og ferðaskilríki til handa ríkisborgurum sendiríkisins og staðfestingaráritanir.

Að lokinni ræðu sendiherrans þakkaði Ágúst fyrir þann heiður sem honum hafi verið veittur með skipuninni og að hann mundi gera sitt ýtrasta til að sinna skyldum sínum af kostgæfni.

Skylt efni: Rússland

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...