Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ása Hlín Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.
Ása Hlín Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.
Mynd / Aðsend
Fréttir 12. janúar 2022

Nýr forstöðumaður hjá Biobú

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ása Hlín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú. Hún starfaði áður hjá fyrirtækjasviði Landsbankans.

Matvælafyrirtækið Biobú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- og kjötafurðum en það var stofnað árið 2003.

Ása Hlín er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist í júní 2021. Ása Hlín er Selfyssingur í húð og hár. „Biobú framleiðir lífræna mjólk, jógúrt og osta.

Mjólkin sem notuð er hjá okkur kemur frá fjórum búum, Búlandi í Austur-Landeyjum, Neðra-Hálsi í Kjós, Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Eyði-Sandvík í Árborg, sem fékk einmitt nýverið vottun á sína lífrænu mjólk.

Biobú hóf fyrr á þessu ári framleiðslu á lífrænum kjötvörum; hakki, hakkabollum og gúllasi úr nautgripakjöti og auk þess nautalundum, nautafillet og rib eye. Fyrirtækið hefur gert samning við Sláturhús Vesturlands, sem fékk í lok síðasta árs lífræna vottun, um að þjónusta slátrun gripa frá bæjunum sem framleiða lífrænu mjólkina.

Skylt efni: Biobú

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...