Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr formaður norsku bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Nýr formaður norsku bændasamtakanna

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Lars Petter Bartnes var kjörinn nýr formaður norsku bændasamtakanna, Norges bondelag, á ársfundi samtakanna sem fór fram í byrjun mánaðarins í Lillehammer. Hann tók við af Nils T. Bjørke, sem er íslenskum bændum að góðu kunnur.

Lars er 45 ára gamall kúbóndi sem stundar einnig nautaaeldi, kjúklingaeldi og kornrækt. Hann sat í stjórn samtakanna á árunum 2008 til 2013 og hefur einnig setið í stjórn Nortura, sem er afurðfyrirtæki með kjöt og egg, frá árinu 2004. Bartnes er menntaður búfræðikandidat og býr í Steinkjer í Norður-Þrændalögum.

Bartnes þakkaði fráfarandi stjórn fyrir hennar góða starf. „Ég ætla mér að vinna áfram að því að halda Norges bondelag sem sterkum og skipulögðum samtökum,“ sagði hann í þakkarræðu.

Kristin Ianssen og Brita Skallerud voru endurkjörnar sem 1. og 2. varaformaður samtakanna. Kristin mun þar með hefja annað starfsár sitt en Brita hefur setið í fjögur ár. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...