Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Mynd / Óskar Þór
Líf og starf 12. mars 2018

Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla.

Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins, en hann rekur tvo veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood, auk þess barinn R5 við Ráðhústorg.

Útkoman þótti einstaklega vel heppnuð og staðfestu nemendur með vinnu sinni að saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er soðið á sprengidaginn með baunasúpunni. Úr því er nefnilega hægt að gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseðlum veitingahúsa. Miðlaði kunnáttu en lærði í leiðinni Hallgrímur segist hafa ánægju af því að prófa sig áfram með óhefðbundið hráefni eins og saltkjöt og meðlæti sem passar með því. Hann útbjó sína útfærslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssælueftirréttinum og miðlaði kunnáttu sinni til verðandi matreiðslumanna.

„Ég lærði gríðarlega mikið og reyndi að gefa af mér eitthvað af því sem dottið hefur inn í reynslubanka minn síðustu 25 árin, eða svo,“ segir Hallgrímur. 

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...