Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Mynd / Óskar Þór
Líf og starf 12. mars 2018

Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla.

Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins, en hann rekur tvo veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood, auk þess barinn R5 við Ráðhústorg.

Útkoman þótti einstaklega vel heppnuð og staðfestu nemendur með vinnu sinni að saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er soðið á sprengidaginn með baunasúpunni. Úr því er nefnilega hægt að gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseðlum veitingahúsa. Miðlaði kunnáttu en lærði í leiðinni Hallgrímur segist hafa ánægju af því að prófa sig áfram með óhefðbundið hráefni eins og saltkjöt og meðlæti sem passar með því. Hann útbjó sína útfærslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssælueftirréttinum og miðlaði kunnáttu sinni til verðandi matreiðslumanna.

„Ég lærði gríðarlega mikið og reyndi að gefa af mér eitthvað af því sem dottið hefur inn í reynslubanka minn síðustu 25 árin, eða svo,“ segir Hallgrímur. 

5 myndir:

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...