Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sundlaug Þorlákshafnar.

Kostnaður við brautirnar er um 150 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Gesti Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar Ölfuss, verður hærri rennibrautin tæplega 80 metra löng og byrjar í 9,5 metra hæð og verður því í flokki með þeim hæstu hér á landi. Lægri rennibrautin verður 52,4 metra lokuð vatnsrennibraut með svokallaðri skál eða keilu áður en hún endar í sinni eigin innbyggðri lendingarlaug. Stigahúsið upp í brautirnar verður um 12 metra hátt, lokað og upphitað með sameiginlegum stiga fyrir báðar nýju rennibrautirnar.

Nýju brautirnar verða settar upp í vetur og verða formlega teknar í notkun næsta vor.

Skylt efni: Þorlákshöfn

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...