Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýjar reglur um næringarmerkingar matvæla
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 29. september 2016

Nýjar reglur um næringarmerkingar matvæla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Í skýrslu Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um eftirlitsverkefni varðandi næringarmerkingar matvæla, sem kom út í lok ágústmánaðar, kemur fram að töluvert er af frávikum sem kalla á úrbætur, þótt víðast hvar séu merkingar í lagi. 
 
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að eingöngu matvörur með næringarmerkingar hafi verið skoðaðar. Meirihluti skoðaðra matvara, eða 58 prósent, var með næringarmerkingu þrátt fyrir að aðeins væri skylt að næringarmerkja 42 prósent varanna sem skoðaðar voru. 
 
Sameiginleg eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og Heilbrigðis­eftirlits sveitarfélaga eru unnin í því skyni að samræma matvælaeftirlit í landinu og skoða ákveðna þætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Þetta verkefni var unnið á tímabilinu frá byrjun september 2015 til loka febrúar 2016 og var tilgangurinn tvíþættur; annars vegar að auka þjálfun eftirlitsmanna Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í að skoða næringarmerkingar og hins vegar að kanna hvort næringarmerkingar sem eru á matvörum á markaði eru réttar. 
 
Nýjar reglur um næringarmerkingar
Tilefni þessa verkefnis er meðal annars það að 13. desember 2016 verður skylt að merkja næringargildi á flestar forpakkaðar matvörur og því mikilvægt að efla þekkingu og þjálfun á þessu sviði. Fram til þess tíma er eingöngu skylt að næringarmerkja ákveðnar matvörur, svo sem matvörur með næringar- og heilsufullyrðingum og kjötvörur. Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, gefur dæmi um þær matvörur sem nýja reglugerðin mun ná yfir: forpakkað brauð, viðbit, ostar, kex, sælgæti, jógúrt, súpur, sósur, grautar, fiskvörur (svo sem plokkfiskur), pitsur, tilbúin matvæli, ís og fleira af svipuðu tagi. Hún segir að þróunin sé nú hröð í þá átt að fyrirtæki séu tilbúin þegar fresturinn rennur út í desember, margir séu þegar farnir að merkja sínar matvörur í samræmi við reglugerðina.  
 
Í þeirri reglugerð um næringarmerkingar sem nú er í gildi kemur fram að í miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda skulu vera upplýsingar um orku, fitu, kolvetni, trefjar, prótein og salt. Einnig má gefa upp magn af vítamínum og steinefnum. Nær reglugerðin yfir birtingar allra slíkra upplýsinga; hvort sem um er að ræða vefsíður, matseðla eða annað. Þetta mun einnig eiga við í reglugerðinni sem tekur gildi í desember.
 
Saltmagn utan vikmarka í 12 af 37 matvörum
Í eftirlitsverkefninu voru næringarmerkingar skoðaðar á 183 matvörum frá tæplega 80 fyrirtækjum og natríummælingar (saltmælingar) voru gerðar á 47 matvörum frá 37 fyrirtækjum. Þegar lögboðnar næringarlýsingar voru skoðaðar kom í ljós að í rúmlega 75 prósent tilvika voru öll næringarefni og orka gefin upp.
 
Í saltmælingunum kom í ljós að í 12 tilvikum var saltmagn utan vikmarka og í fimm tilvikum var saltmagnið meira en gefið var upp samkvæmt merkingu. Í þremur vörum var nærri einu grammi meira af salti í 100 grömmum en gefið var upp á merkingum.
 
Frávikum sem komu í ljós við skoðun næringarmerkinga er fylgt eftir af opinberu eftirliti (Heilbrigðiseftirliti eða Matvælastofnun) viðkomandi matvælafyrirtækis. Öllum fyrirtækjum var tilkynnt skriflega um niðurstöður natríummælinga (salt). Þar sem mælt magn var ekki innan vikmarka er málinu fylgt eftir af opinberu eftirliti (Heilbrigðiseftirliti eða Matvælastofnun) viðkomandi matvælafyrirtækis.
 
Í lokaorðum skýrslunnar segir að fjöldi frávika frá saltmagni veki athygli og sýni ef til vill þörf á að yfirfara bakgrunn næringarmerkinga svo að treysta megi betur þeim upplýsingum sem gefnar eru. Í því sambandi er sérstaklega tiltekið að mikilvægt sé að merking gefi ekki upp of lítið af salti svo að neytendur, sem þurfa heilsu sinnar vegna að takmarka saltinntöku, séu ekki blekktir.
 
Skýrslan er aðgengileg á vef Matvælastofnunar með því að smella hér.
 
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.