Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák.

Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com

Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is

Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is

Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...