Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák.

Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com

Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is

Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is

Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...