Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Nýifoss rennur úr Hagavatni.
Nýifoss rennur úr Hagavatni.
Mynd / ál
Fréttir 23. maí 2025

Nýifoss gæti horfið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hagavatnsvirkjun ehf. áformar að reisa 9,9 megavatta vatnsaflsvirkjun við Hagavatn, sunnan Langjökuls í Bláskógabyggð.

Gert er ráð fyrir því að byggja stíflu ofan við núverandi útrás úr vatninu ofan við Nýjafoss og aðra í gömlu útrásinni, að vestan ofan við Leynifoss. Nýifoss, sem myndaðist í jökulhlaupi á síðustu öld, myndi þorna upp með þessum breytingum. Fyrir áðurnefnt jökulhlaup var Hagavatn stærra.

Hagavatn er við rætur Langjökuls í suðri. Í útfalli þess er Nýifoss sem liggur niður í Farið sem rennur milli Jarlhetta og Einfells í austri og Brekknafjalla í vestri. Ferðafélag Íslands rekur gönguskála á svæðinu og yrði stöðvarhús og frárennslisskurður í um eins kílómetra fjarlægð frá því. Leggja þyrfti sjö kílómetra aðkomuveg frá Skjaldbreiðarvegi að athafnasvæðinu.

Umhverfismatsskýrsla var kynnt fyrr á árinu en Skipulagsstofnun hefur ekki lokið sínu áliti. Þar sem afl virkjunarinnar er undir tíu megavöttum þarf hún ekki að fara í gegnum Rammaáætlun. Í umsögn Landverndar um málið er bent á að nánast sami virkjanakostur með tuttugu megavatta afli sé í biðflokki Rammaáætlunar vegna neikvæðra umhverfisáhrifa. Í dag er Hagavatn fjórir til fimm ferkílómetrar að stærð, en flatarmál þess að framkvæmdum loknum yrði á bilinu 17 ferkílómetrar í lægstu stöðu og 23 ferkílómetrar í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir breytileika á hæð vatnsborðs um fimm metra

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...